Skírnir - 01.01.1887, Síða 59
FRAKKLAND.
61
anum)», auðsjáanlega samið af herkunnugasta manni og þjóð-
ræknasta, og þeim þar að auki, sem hatar þjóðverja eins
ákaflega og gerir þeim eins lágt undir höfði, og sá maður
sem hafði ritað formálann (28 blss.), en sá var Poul Dérouléde,
forseti hins franska þjóðvinafjelags. Hjer er hreint og beint
sagt, að hjá nýrri styrjöld verði ekki komizt, þó Frakkar forð-
uðust að vekja það stríð. En hjer var lika svo i herjöfnuð
farið með þeim og þjóðverjum, að öllum yrði ljóst, að Frakkar
mættu nú bíða óhræddir átakanna, og að þeir ættu sjer nú
fley fært i allan sjó. Já, hvað meira er, samanburðurinn
sýndi, að yfirburðirnir væru drjúgum Frakklands handar, hvað
vígbúinn afla snerti. þar var talað um nokkuð yfir tvær mill-
íónir manna, sem hefðu til fulls, eða í 5 ár lært vopnaburð og
herskaparaðferð, og nær því 700 þúsunda, sem hefðu ári lengur
við herskaparnám verið. Játað samt, að þjóðverjar, þó þeir
væru nú á eptir, gætu komizt fram fyrir Frakka, því þeir hefðu
af meiru að taka (45 mill. móti 861 /2). Hjer var líka vigfæri
borið saman, einkum að því er snerti reglufestu eða herhlýðni.
Niðurstaðan varð, að þó hjer væri mikið að virða hjá þjóð-
verjum, þá ætti hitt að draga til munar Frakka megin, að
regluböndin væru ekki svo hatramlega reyrð að hermönnum
þeirra, að þeir yrðu ófrjálsum mönnum líkari. Annars var á
sumum stöðum um þjóðverja, einkum Prússa hallmælislega orðum
farið; sagt að þeir væru heimskir og drambsfullir, og þeir ættu
ljettúðarmeinleysi Frakka fyrir að þakka, að þeir væru nú komnir
i það öndvegi sem þeir enn hjeldu í Evrópu. «Og þó væru
þeir klumbulegir og líkir birni í ljónshúð». 1 þýzkum blöðum
var til þess getið, að höfundurinn mundi vera í hershöfðingja-
ráði Frakka, og sagt, að væri svo, þá tæki hjer af öll tvímæli
um, hvað þeim og stjórninni byggi innanrifja. Sum blöðin
þökkuðu í hálfskopi höfundinum fyrir skýrslurnar, og minntu
hershöfðingjaráð þjóðverja á að kynna sjer þær sem bezt.
•— Vjer gátum þess i almenna kafla þessara frjetta, hvernig
Bismarck minnti (í vor var) landa sína á, að hafa varann á
sjer gegn Surtarloganum að sunnan, og á þeim málum má
segja hann hafi síðan jafnt og þjett alið. Af ritinu sem hjer