Skírnir - 01.01.1887, Page 60
62
FRAKKLAND.
var nefnt fjekk hann ekki annað að vita, enn það sem honum
og herskörungum þjóðverja var kunnugt fyrir löngu, en það
var dirfska þess, hnefastæiing liggur oss við að segja, sem
storkaði mest alþýðu manna á þýzkalandi og jók illan grun
allra. Slíkt eð sama gerði og lagaboð, sem samþykkt var á
þinginu i París í fyrra vor. það var um njósnarmenn frá öðr-
um löndum, eða hvernig með þá skyldi fara, og þóttust allir
vita, við hverjum hjer skyldi sjá, en frá dögum Napóleons
þriðja eru til ótrúlegar sögur um njósnir þjóðverja á Frakk-
landi. Iskyggilegt þótti það allt, sem sagt var af hinum nýju
ráðstöfunum og breytingum Boulangers á herskipun Frakka,
og svo hneyxluðust þjóðverjar á sumum ræðum, en mest á
því hve vinsæll hann varð á skömmu bragði öllum öðrum
fremur, því siðan Gambettu leið, hefir enginn átt slíku að
fagna, og vart sá skörungur sjálfur. Menn tóku í fornöld
mark á flugi fugla, og svo má kalla, að blöðin þýzku hentu
merki til spásagna af ræðum hermálaráðherrans, en hugur og
hjarta lypti honum stundum fiugleiðir mælskunnar. Til dæmis
að taka: Flann vitjaði í (fyrra) vor hermannaskólanns í Saint
Cyr, og býtti þar út heiðurslaunum meðal foringjaefnanna.
Við burtförina kvaddi hann alla í snjallri ræðu og lauk lofs-
orði á kennsluna og framfarirnar. Hann kallaði slíkt á gott
vita fyrir fósturlandið, fyrir fánamerki Frakklands — «en i
feilingum þess væru draumar huldir», sem rætast mundu á
ókomnum dögum, og eptir þeim biði franska þjóðin. Merkið hefði
sjeð mikla frægð og mikinn heiður, en hefði líka átt miklum
hörmum að kynnast, en það væri traust sitt og allra, að það
ætti nýjum sigur- og sæmdadegi að fagna. þetta gæti hann
lesið í augum foringjaefnanna. Og svo frv. — «Heyrið þið
nú hvernig hefndarópin gjalla fyrir handan!» kvað þegar við
í þýzkum blöðum. það varð nú að almennu viðkvæði ekki að
eins í þeim blöðum en lika hinum ensku, að allir hinir frönsku
blaðaritstjórar, sem báðu landa sína að vera ókviðna og taka
æðrulaust við nýjum ófriði, væru Boulanger háðir, ljekju hljóð-
færi sín eptir tónasprota hans og nótum. Já, jafnvel mörg
hinna varkárari blaða á Frakklundi, t. d. «Journ. des Débats»,