Skírnir - 01.01.1887, Page 66
68
FRAKKLAND.
um tilmælum sínum, hvað umboðið sjálft snerti, en hafði þó
það upp úr á endanum, að hann mætti senda mann til Sín-
lands og láta hann styðja sendiboða Frakklands í nákvæmum
rannsóknum um alla hagi kaþólskra manna. Sínlendingum
þykir sem sá óskundi komi allur niður á óvinum sínum, hinum
frönsku mönnum, sem þeir gera kaþólsku fólki, og seinustu
frjettir fluttu að gegn því væri ofsóknir byrjaðar á Sínlandi.
Sögurnar frá Tonkin eru jafnan svo ýmislegar og heldur
ósamstæðar, að afþeim er bágt nokkuð að herma, enauðsjeð,
að þrautum Frakka þar eystra vill ekki linna, en þær þyngstar,
sem loptslagið og óheilnæmið bakar þeim. þó margir fari
fram á á þinginu að kveðja liðið á burt, er því ávallt harð-
lega móti mælt, því það yrði hið sama og gefa upp landið
með öllu — svo auðugt sem það er og kostagott —, en auð-
vitað, að fleira mundi þá líka undan ganga þar eystra, þess
má og geta, að fjöldi manna hefir tekið þar kristna trú, en
því fólki mundi ekki stundu lengur landvært, ef lið Frakka
hefði sig á burt. — I Anam gengur líka heldur skrykkjótt,
óaldarflokkunum ekki eytt, og stundum veitir landsliðið sveit-
um Frakka þar atgöngu, sem þeir sitja fáliðaðir fyrir. Kon-
ungurinn eða keisarinn er þeim að vísu auðsveipur og hefir
verið við stórmenni þeirra og foringja örlátur í veitingum orðu-
sæmda, en Frakkar halda líka traustan vörð til gæzlu á höfuð-
borginni, og hafa kastala hennar á sínu valdi. — Af öðrum
skjólstæðingum Frakka skal minnast á Madagaskar og Túnis.
Samkvæmt þeim friðarsamningi, sem getið er um i síðasta ár-
gangi þessa rits, hafa Frakkar skilið undir sig forræði fyrir við-
skiptum og samningum Madagaskarmanna eða drottningar
þeirra við útlendar þjóðir og riki, og á móti heitið vernd sinni
og forsjá, en um leið játað drottinvald hennar yfir öllu ey-
landinu. En hún hefir orðið að skuldbinda sig til að fara vel og
mildilega með Sakalafa og Antakara, en það var málstaður
þessara þjóðflokka, sem Frakkar tóku að sjer þegar þeir sögðu
henni stríð á hendur. Hjer á hún framvegis að haga sjer
eptir tillögum frönsku stjórnarinnar. Auk fleiri hlunninda sem
Fralckar hafa tryggt sjer með sáttmálanum, hafa þeir eignazt