Skírnir - 01.01.1887, Page 67
FRAKRLAND.
69
þá hafnarvík með landjaðri umhverfis, sem Diego-Suarez er
kölluð, og þykir bezti fengur vera. En með því að Hóvar —
svo nefnist aðalþjóðkyn eylandsins — eru uppivöðslumiklir og
óþjálgir viðureignar, en eiga ekki Htið undir sjer, leggja flestir
litla trú á, að þeir haldi lengi þenna sáttmála. — í Túnis fer
Frökkum allt sem bezt af hendi. þegar þeir tóku stjórn
landsins undir umsjá sína, gekk þar allt á trjefótum, og óskilin
i öllum fjárhagsefnum voru svo að fádæmum gegndi. Til
dæmis að taka: «Beyinn (höfðingi landsins) komst árið sið-
asta, sem hann var öðrum óháður enn lánardrottni sínum í
Miklagarði, í skuldir á 12 millíónir franka. Tvær korvettur,
það var allur flotinn, og til hans ætluð 200,000 franka. Öðru
skipinu hjelt soldán aptur í Miklagarði — líklega fyrir van-
skil á skattgjaldi —, en hitt hirti einn af skuldakrefjendum.
Svo var fjárhagurinn, óheyrilegir okurfjötrar á ríki og ríkis-
valdi og allt annað eptir því. Nú hafa Frakkar komið öllu í
skaplegt horf og lag, skuldirnar greiddar, jarlinn eða «beyinn»
úr áhyggjum kominn, og 15,000 hermanna halda vörð á landi
hans. þann her kosta Frakkar, en landinu er ætlaður sá
kostnaður, þegar minna liði má til hlíta. Verzlan og atvinna
er í bezta uppgangi, og Frakkar hafa hjer að minnsta kosti
sýnt, eins og í Alzir, að þeir kunna iika að fara með skjólstæð-
inga og nýiendur, þó opt hafi verið sagt, að það ljeti þeim
miður enn öðrum þjóðum.
Eins og sagt var frá i síðasta árgangi þessa rits, hafði
Freycinet tekið við forstöðu ráðaneytisins og fór um leið með
utanrikismálin sem áður. Af nýjum mönnum, sem gengu hjer
i ráðherrasæti, skal hjer nefna þá Lockroy og Boulanger, sem
báðir eru úr liði vinstri manna, og það þeirra, sem utar-
lega standa i þann arm þingfylkingar. Hinn fyr nefndi tók
við verzlunarmálum, en um hann sagt, að hann sje sósíalista-
trúar, gagntekinn af hugmyndum Viktors Hugos — hann er
giptur tengdadóttur skáldsins — og stæli mjög eptir ummælum
hans og orðasniði i ræðum sínum. Boulanger, sem tók við
hermálum, kemur svo við sumt, sem að framan er skrifað, að
lesendum «Skirnis» mun þegar ljóst, að hjer er um mikinn