Skírnir - 01.01.1887, Blaðsíða 73
FRAKKLAND
75
gerðu það að hátið i þrjá daga, og fylgdu því ótal heilla-
ávörp, minnispeningar og stórgjafir. Oldungurinn var ern og
fjörugur til svara, Eitt kveldið var hann þar í leikhúsi, þar
sem kveldleikurinn fór fram honum til heiðurs, og hann sat
ásamt syni sínum og sonarsyni í stúku Grévys forseta, en þá stóð
á leiksviðinu likneskja hans og gengu menn til hennar og lögðu
henni lárviðarsveig fyrir fætur. þá stóð hann upp og talaði
fögrum þakkarorðum til þeirra, sem þar voru staddir, og var
því svarað með glymjandi fagnaðarómi. 1826 var þessi maður
gerður að fjelaga i akademiinu franska, og í fjölda ára hefir
hann staðið fyrir náttúrufræðasafninu í París. Rit hans og
rannsóknir hafa mjög komið iðnaði og ymsum atvinnugreinum
i beztu þarfir.
Stjórn Frakklands hefir ráðið, að alþjóðasýning skuli hald-
in i París 1889 — hundrað árum eptir byltinguna miklu, og
væri þá vel að sem fæst bæri á milli, og sem flestir kæmu
þangað með annan hug enn margar þjóðir höfðu til Frakka
1789 og þau stórtiðindaár, sem þeim tímum fylgdu.
«Skirnir» er vanur að minnast á suma minnisvarða, sem til
heiðurs eru reistir við látna merkismenn, en mundi i þetta
skipti hleypa hinum frönsku fram hjá sjer, ef annar þeirra, sem
nefna skal, væri ekki einskonar tímatákn á Frakklandi. — í
Passy (við Paris) var í júlí (þann 7.) afhjúpaður minnisvarði
skáldsins fræga, Lamartines (dó 1869), sem var fyrir utanríkis-
málum í stjórn hins nýja eða «annars» fríveldis 1848, og tókst
bezt að aptra lýðnum og stemma byltingaflóðið meðan mátti.
— Hinn varðinn var reistur i Carcasonne á Suðurfrakklandi
til heiðursminningar við samtiðarmann Lamartines, Barbés að
nafni, þann mann, sem ávallt hefir leitt saman strauma til
byltingaflóðs, við hverja stjórn sem var að eiga, æsti mest
allra Parísarlýðinn vorið 1848 og átti svo höfuðþátt í tíðind-
um júnídaganna. Varði hans afhjúpaður i lok septembermánaðar,
og má nærri geta, að ofsaskörungar þingsins kæmu hjer til
hátíðarhalds. En sum blöð, t. d. «Jonrnal des Débats», urðu
til hins að taka, að stjórnin beittist hjer fyrir að nokkru leyti
og embættismenn hennar, fylkja- og bæjarstjórar — já, hvað