Skírnir - 01.01.1887, Síða 74
76
FRAKKLAND.
meira er, menn af stillingarflokkum þingsins komu hjer til
móts —, og að mönnum þætti svo mikið liggja á að heiðra þann
bandingja — sem Barbés lengstum var — meðan enginn
hefði orð á að reisa Thiers minningarvarða, bjargamanni Frakk-
lands 1870 71. Hitt mætti líka stjórnin og allir menn vita,
að ef Barbés væri nú á lífi, þá væri hann að kynda uppreisn-
areld, eða sæti allra manna yztur vinstra megin á þinginu.
Mannalát. þessara skal getið: 10. janúar dó greifinn
Alfred Pierre de Falloux, 75 ára að aldri. Hann var af
Orleaningaliði, en frjálslyndur maður og varði á þinginu kennslu-
frelsi móti klerkavinum. A forsetadögum Loðvíks Napóleons,
tók hann við forstöðu kennslumála, en dró sig i hlje frá
pólítík, þegar Napóleon hafði brotizt til tignarvalda. Eptir
1871 gekkst hann mjög fyrir að koma sáttum á með Orlean-
ingum og lögerfðamönnum. Hann var son kaupmanns eins í
Anjou, en Loðvík Filippus hóf hann í greifastjett. Hann var
fjelagi í akademiinu franska, og eptir hann sagnarit um Loðvík
16da og Píus páfa fimmta. — 6. júli andaðist Joseph
Hippolyte Guibert, kardináli og erkibiskup í Paris, kominn
á 4da árið yfir áttrætt. Vjer látum þessa manns getið af þvi
að hann var einn af hinum öruggustu forvígismönnum ka-
þólskrar kirkju, en lofaður ella fyrir lærdóm og marga góða
kosti. Hann skrifaði i fyrra vor vandlætingabrjef til Grévys,
taldi þar upp afbrot þjóðveldisins gegn trú og kirkju — en
þar þótti þó verða nokkuð hafalt í máli hans, er hann vildi
fullyrða, að þar sem klerkar og aðrir trúaðir menn tækju mál-
stað við kosningar, litu þeir aldri á annað, enn það sem þeim
þætti vera heilagri trú til beztrar tryggingar, og þeim væri ella
jafnkært þjóðveldi og konungsríki. Hann var findinn og vel
máli farinn. Hann var erkibiskup í Tours, þegar þeir voru
þar Gambetta og Crémieux, og bjuggu út nýjar hersveitir móti
þjóðverjum. Einn dag fann Crémieux, sem var lagamaður og
Gyðingur, biskup að máli og fór allt með þeim i blíðu og bróðerni.
Að skilnaði kvöddust þeir með faðmlögum, og varð Crémieux
þá að orði: «Hjerna má þá sjá bæði testamentin, hið gamla
og hið nýja, jáfnsnjöll að rjetti hvort hjá öðru!» Biskup