Skírnir - 01.01.1887, Side 78
80
ÍTALÍA.
þaðan komu fregnir af sjúkleikum hermannanna sökum hitans
og annarar óhollustu Bandalagsþrefið vaknaði á nýjan leik
eptir tiðindin á Bolgaralandi, og er blöðin fóru að tala um
íjögra rikja samband — Austurríkis, þýzkalands, Englands og
ítaliu — kom þar jafnan niður, hvað Italía gæti haft upp úr
krapsinu, en sum — t. d. «Perseveranza» og «Rassegna» —
voru bandalaginu nýja mótmælt, sem hinu fyrra, og báðu Italíu
varast nýjar tálsnörur. Róbílant fór nú aptur að hafa á spöð-
unum, tala stábótalega. í brjefum til Pjetursborgar, og borgin-
mannlega á þinginu um fylgi við England og Austurríki í
Bolgaramálinu. Yfir frammistöðu hans var vel látið í enskum
blöðum og hið bezta i Vínarblöðunum og blöðum Madjara.
Sum þeirra minntust á það sem kvisað var um samband með
Frökkum og Rússum, og kváðu hinum fyrnefndu ráðlegast að
íhuga, hvaðan þau laun kynnu að verða tekin, sem Itölum
bæri að hlotnast fyrir ómak sitt. þó mörgum kæmi í hug, að
hjer væri talað um Savaju og Nizza, þá veit enginn hvað hjer hefir
að einkamálum orðið, en flestir ætla, að Italir sitji ekki hjá
leik, ef stórtíðindi gerast, og þeir Depretis verða við stjórnina.
— þetta var orðið heldur enn ekki efamál, er hjer var komið
frjettasögunni, því hersveitir Itala höfðu haft manntjón við
Massovah af aðsókn hers frá ^Abessiníu, en Jóhannes keisari
vill komast hjer að hafinu og ná á vald sitt þessari hafnar-
borg. þeim Róbílant og Depretis voru gerðar þær ámæla-
hríðir á þinginu, að þeir sögðu af sjer embættum, en konungur
bað þá halda þeim fyrir alla muni. Annars hefir Róbílant
einu sinni sagt svo á þinginu, að hann hefði vart fallizt á
leiðangurinn til Rauðahafs, ef hann hefði staðið þá fyrir utan-
rikismálum, þegar hann var út gerður. þau tiðindi, sem ger-
ast við Rauðahaf, verða að koma í næsta «Skírni», en hjer
má geta þess, sem fregnir hafa fleygt, að sendimenn frá
Rússlandi hafi verið hjá Abessiníukeisara, fært honum gjafir
— vopn — og eggjað hann á að bekkjast til við ítali þar
syðra. Sje þetta satt, hefir Rússum þótt Italir eiga þann
ógreiða skilið við mökin við Englendinga. Fari svo sem bezt
gegnir, að Italir þurfi ekki til neinna stórmála að hlutast i