Skírnir - 01.01.1887, Side 82
48
ÍTALÍA.
hektara. Til þessa verks tekið 1854, en lokið við 1878. það
var orðtak furstans á þeim árum: «Annaðhvort tæmir Torlónía
Facinovatnið, eða það tæmir Torlóníu!» — 10. desember dó
Marco Minghetti (f. í Bologna 1818), einn af hinum frægu
stjórnmálaskörungum Itala á þessari öld, en vinum og sam-
vinnumönnum Cavours greifa. 1848 tók hann við embætti í
stjórnarráði Píusar páfa 9da, en gekk skjótt úr því, er páfinn
brást öllum eptirvæntingum og trausti frelsisvina, og hvarf þá til
Sardiníu. Hann var í fylgiliða- eða foringjasveit Karls Alberts
konungs í bardögunum við Austurríkisherinn 1848, og fjekk
lof og heiður fyrir framgöngu sina. Eptir stríðið lagði hann
í nokkur ár kappsamlega stund á landshagsfræði og auðfræði
(ríkja) við háskólann í Bologna. Á þeim árum dró til nánari
kynningar og vináttu með þeim Cavour. Minghetti samdi að
hans fyrirlagi þá skýrslu til stórveldanna um hagi og ástand
ítaliu, sem Cavour heimti rök frá á Parísarfundinum 1856.
Seinna tók Minghetti við embætti í stjórn utanríkismálanna,
og stóð fyrir innanríkismálum í síðasta ráðaneyti Cavours, og
síðar Ricasolis. 1863 tók hann við forstöðu ráðaneytisins. 1868
tók hann að sjer erindarekstur í Lundúnum, og i Vín 1870,
en stóð aptur fyrir ráðaneytinu 1873—76. J>á varð hann að
fara úr sæti fyrir Depretis. Á seinustu árum studdi hann samt
þenna stjórnarforseta á móti «pentarkistum». Minghetti var
sannkallaður þjóðvinur og þjóðskörungur, og er Umberto kon-
ungur vitjaði hans á banalegunni, mælti hann þau orð til kon-
ungs: «|>ætti mjer fyrir að deyja, væri það þess vegna, að jeg
get ekki unnið fleira fyrir ættjörðu mína». Rjett fyrir andlátið
sagði hann enn: «Og þó hefði jeg getað enn hafzt eitthvað
að ættlandi mínu í þarfir!» Hann ljet þau boð borin til for-
seta þingsins, að dauða síns skyldi ekki minnzt þar í ræðum.