Skírnir - 01.01.1887, Page 84
86
SPÁNARVELDI.
(í ensku blaði) segir að borgarfólkið hafi auðsjáanlega sjeð þar
ímynd hennar, er drottningin fór með son sinn, og þvi yrði
allt með svo hátíðlegu og lotningarfullu móti.
Á undan þessum atburðum, eða hinn fyrra hlut ársins
hafði Kristín drottning reynt, hve stopult friðargengið getur
orðið á Spáni, og átti þó síðar þess meiri vott að sjá.
Snemma i janúar freistuðu nokkrir hermenn að ná með sveit
manna kastalanum í Karthagenu, og höfðu fyrir sjer þjóðveldis-
fána, en þeim brást fylgi þeirra sveita, sem í samsærinu voru,
og þeim mætti ofurefli liðs fyr enn varði. Flestir þeirra flýðu
út á skip eitt, sem komst undan með þá — að þvi er sumar
sögur sögðu — til Afríku. Sagt, að foringinn næðist og væri
skotinn nokkru síðar. — Frændi Afons heitins 12ta er Don
Enrique af Borbon, hertogi «af Sevilla», vanstilltur maður og
ófyrirleitinn, en hann gerði einn dag í janúar þá ókurteisi, að
hann vildi í forboði varðmannanna ganga inn til drottningar-
innar, og var þá tekinn höndum. Hann sagðist daginn áður
hafa verið fyrir varðgæzlunni, og eiga því rjett á að ganga til
borðhalds í sal drottningar, þó óboðinn kæmi. Seinna var
sitthvað hermt af óvinveittum orðum hans um drottninguna,
að hún sæti að völdum í heimildarleysi, en hann sagðist að
eins hafa sagt, að hann hefði orðið mun betur staddur, ef
þau hefðu komizt í hendur ísabellu frændkonu sinni. Hann
var dæmdur i 8 ára varðhald og færður til Balearisku eyjanna,
en slapp þaðan úr varðhaldskastalanum og komst til Frakk-
lands. í boðunarbrjefi, sem hann ljet birt í blöðum, hjet hann
að verða konungsveldinu svo óþarfur, sem sjer væri unnt og
kvaðst nú kominn í tölu þjóðveldismanna. Á Frakklandi eru á
honum gætur hafðar og svæði markað til vistar, en annars er
sagt, að hann sje á Spáni lítils virtur, og eigi þar litlum vin-
sældum að fagna. — A voðalegri tíðindum bryddi í haust i höf-
uðborginni, er sá hershöfðingi, sem Villacampa heitir, beittist
fyrir uppreisn (19. sept.), sem gerð var í þjóðveldis naíni, þó
alls ekki yrði sannað, að forustumenn þjóðveldisflokksins á
þinginu væru neitt við hana riðnir. Eitthvað um 300 manna
þustu út á strætin úr einum hermannaskálanum um kveldið, og