Skírnir - 01.01.1887, Qupperneq 85
SPÁNARVELDI.
87
veittu atgöngu að þeim skála, þar sem stórskotaliðið var fyrir,
og náðu þaðan nokkrum fallbissum og hjeldu með þær út að
einni járnbrautarstöðinni. Stúdentar og bæjarlýður slóst í róstu-
leikinn, og allir æptu af kappi: «lifi þjóðveldið!» Tveir for-
ingjar, hershöfðinginn Velarde, og yfirliði, sem hjet Mirasol og
hafði verið fylgiliði Alfons konungs, skunduðu eptir uppreisnar-
sveitunum og vildu stilla þær, en fengu báðir banaskot. Foringi
borgarhersins, Pavia hershöfðingi var í leikhúsi einu og íjekk
þar boð'um á hverju gengi. Hann brá skjótt við og hjelt
eptir uppreisnarmönnum með stórskotalið og riddarasveitir, og
voru þeir umkringdir við brautarstöðina. Foringjar þeirra voru
þar höndlaðir, en margir hermannanna ekki fyrr enn daginn
á eptir, er náð höfðu að komast á járnbrautinni til litils bæjar,
sem Alcala heitir. Dauðadómur var yfir Villacampa og sveita-
foringjum hans upp kveðinn, en drottningin vildi hjer með
engu móti annað enn vægja, og breytti hegningunni i æfilangt
varðhald. það var þó í annað skipti, að Villacampa hafði gert sig
sekan í landráðum. Sökudólgarnir voru færðir til Fernando Po,
eyjar i hafinu vestur af Afríku. Með því að drottningin rjeð
svo í gegn tillögum allra ráðherranna, sögðu þeir af sjer, en
Sagasta tók þó að sjer að skipa nýtt ráðaneyti, og hjelt for-
stöðunni. Fastræði og mildi drottningar mæltist fyrir hið bezta
hjá öllum ílokkum, og Castelar skoraði í blaði á þjóðveldisliða
upp frá þessu að styrkja mál sitt til framgöngu að eins með
friðlegu og löglegu móti.
Flokkur hinna frjálslyndu konungssinna, sem Sagasta
fylgja, efldist við kosningarnar, sem fóru fram í byrjun april-
mánaðar, og 10. mai tólc þingið til starfa. I stjórnarliði 810
móti 120. J>ess skal að eins getið úr þingsögunni, að helztu
forsprakkar þjóðveldisvina risu mjög öndverðir á móti þing-
setningarræðunni, en í niðurlagi hennar stóð, að yrði þjóðin
neydd til að kjósa um frið og frelsi og á hinn bóginn kon-
ungdóminn, þá mundi hún fyrir hann hvorttveggja láta. Hávað-
ann í þingsalnum vildi þó úr hófi keyra, er Salmeron i ræðu
sinni hafði fært rök fram fyrir uppreisnarjetti fólsksins, þegar