Skírnir - 01.01.1887, Síða 87
PORTUGAL.
89
íjármálaráðherrann Marianno de Carvalho. Hann hefir heitið
að halda spart á fjenu og takmarka útgjöldin og álögurnar
sem fremst má, og á má minnast, að eitt laganýmæli frá hon-
um ákveður, að þingfararkaup skuli þingmönnum ekki goldið
lengur enn í 4 mánuði, en yfir það hafa þingseturnar opt
farið, þó hinn lögmæti tími sje að eins 3 mánuðir.
Portúgalsmenn eiga stórmikil lönd í Mosambique, á austur-
strönd Afríku, og þeim lenti þar i ófriði í haust við einn
svertingjakonung í grendinni hið efra, Muzilla að nafni, og
veittu fulltingi öðrum konungi, sem hinn hafði vaðið inn á
neð 30,000 manna. Muzilla beið mikinn ósigur, en þar kunna
þó að hafa orðið meiri tíðindi, sem vjer vitum ekki deili á,
því bæði varð að senda þangað lið og herskip, og friður
komst ekki á fyr enn í byrjun marzmánaðar þ. á.
Belgía.
Efniságrip: Óeirðir verkmanna og spellvirki. — Blöð sósíalista og
fl.; ferð til prósessíu í Brultseli; kosningar og þingsetning; samskot til
viðlagasjóða.
þau tíðindi sem gerðust með vorinu á námastöðum, járn-
steypna og alskonar smíðis, eða í verkaföllum og ymsum ófrið-
arúrræðum verkmanna, voru lengi höfuðefni blaðanna í vorri
álfu, enda þótti stundum í svo óvænt efni komið, sem þeir
spá og óska, er segja, að býsna skuli til batnaðar, og hafa þá
trú, að eini vegurinn til að afreka «fjórðu stjetttinni» skapleg
kjör og hagi liggi um rof og rústir. Belgía er mesta þjett-
býlisland í vorri álfu, og í samanburði við iandrýmið hið fjöl-
bygðasta land i heimi, þvi hjer búa eitthvað um 11,000 manna
á- hverri ferhyrningsmílu. Af því má skilja, að þó hún sje
mesta verknaðar- og iðnaðarland og fnll af námum og verk-
smiðjum og allskonar iðnaðarstöðvum, þá kreppi opt að at-