Skírnir - 01.01.1887, Síða 88
90
BELGIA,
vinnukostum svo mikils grúa. En þessa hlýtur þá meir að
kenna, er atvinna og verzlun kemst í þær kröggur, sem átt hefir
sjer stað á síðustu árum. Beinlinis var það þó hvorki hungur
nje harðir kostir, sem nú hleyptu verkmannalýðnum í ærsl og
uppreisnir. Nei, það voru enn þeir menn, sem trúa, að bylt-
ingar sje bót allra meina, byltingaprjedikarar, þarlendir og að-
komnir. þetta vottaðist i upptökum viðburðanna 18. marz.
þann dag byrjaði uppreisnin í París 1871 og hann vildu for-
sprakkar sósíalista og verkmanna i Liittich hátíðlega halda, en
bæjarstjórnin lagði þar bann fyrir. það var þetta, sem varð
að tilefni til óspekta og spellvirkja, sem þaðan færðist til hinna
næstu hjeraða og stóðu fram i april, þó stundum yrði hlje á
þeim í noklcra daga. Borgarspellin, sem róstulýðurinn vann
það kveld og um nóttina, voru metin á mörg hundruð þús-
unda (franka). Löggæzlulið og hersveitir höfðu hjer fullt í
fangi sem víðar að vinna bug á uppreisninni, en á öðrum
stöðum, t. d. i Charleroi og Hennegau sló í hörðustu viður-
eignir, enda veittu verkmenn þúsundum saman hjer atgöngu
að verksmiðjum, höllum og húsum ríkra manna með eldi og
vopnum. En vopnsölubúðir ræntar á ymsum stöðum, og eptir
það eggjað til drápa og rána. Víða urðu efnaðir menn að
láta úti við hina sjer til lífs og friðar 100,0 eða 1500 franka.
I Charleroi voru 5 hallir lagðar í eyði og auk þeirra og fjölda
annara húsa afarmikil glersteypa, þriggja millíóna virði. Hjer-
aðið var lýst, sem fleiri, i hervörzlu, og við það urðu mann-
skæð viðskipti á sumum stöðum. Orótt opt í höfuðborginni,
en hjer varð allt skjótast bælt niður. I einrii sögu var svo
talið, að i viðskiptunum við herliðið hafi nokkuð á annað
hundrað uppreisnarmanna fengið bana, en sár og örkuml hátt á
þriðja hundrað. Hins þarf ekki að geta, að fjöldi manna — sumar
sögur töldu 400 — voru settir i varðhöld. Af þeim sem eyði-
lögðu glersteypuna voru tveir dæmdir í 20 ára betrunarvinnu,
en fyrir hina var sá tími frá 15 árum til 3ja mánaða.
Á óróatímum komu til Belgíu æsingarmenn frá öðrum
löndum (Frakklandi, Ítalíu og þýzkalandi), en voru skjótt
höndlaðir og færðir aptur út yfir landamærin. Belgar höíðu