Skírnir - 01.01.1887, Page 91
HOLLAND.
93
unum höfðu farið fram á. Kjöreyrir færður nokkuð niður, 14
þingmönnum aukið við fulltrúadeildina og 11 við hina, en allt
varð ónýtt fyrir mótspyrnu klerkavina. þinginu var slitið í vor
til nýrra kosninga, og báru frelsisvinir hjer hærra hlut, og
höfðu nú 8 atkvæði yfir hinna tölu. 14. júlí boðaði konungur
reyndar i þingsetningarræðunni breytingar á kosningum og
þingskipun, en hvort hinar fyrri skyldu fram færðar, eða aðrar
í þeirra stað, höfum vjer ekki fengið að vita — því blöðin
hafa ekkert hermt af þvi máli síðan. Líkast er, að í allt hafi
apturkippur þá komið, þegar æsingar sósíalista og einstakra
byltingarmanna, höfðu komið fólkinu í höfuðborginni í það
ærslaskap og uppreistar móð, sem raun varð á 25. og 26.
júlí. Við slíku höfðu fæstir búizt, því Hollendingar eru sízt
hvatabússar, en seinir á sjer og silakeppslegir, og því hafa
menn sagt þeim allt annað betur lagið, enn upphlaup og bylt-
ingar. Hjer höfðu þeir, sem vildu láta fólkið segja til sín,
það fyrir tilefni, að löggreglustjórn borgarinnar hafði bannað
þá lýðskemmtun (sunnudagsslcemmtun), sem «áladráttur» er
kölluð1). Lýðurinn vildi ekki verða af augnagamni sínu, og
rjeðst á móti lögreglumönnum þegar þeir komu og vildu
stökkva fólkinu á burt frá leikstöðinni (sikinu). Hjer sló í
langa viðureign með grjótkasti og skotum, sem hjelzt til þriðju
stundar yfir miðnætti. Um miðdegi daginn á eptir (mánudag)
var tekið til óspilltra málanna, og svo til bardaga búizt á
torgum borgarinnar og strætum, að lýðurinn fylktist en grjótið
rifið upp úr steinleggingunni, og úr því víggarðar hlaðnir. Að
því unnu lika bæði börn og konur. Bæði hjeðan og niður
frá þökum húsanna reið grjótið á hermennina. Atvígum og
vörnum lýðsins stýrði sá byltingamaður, sem Eckhardt heitir.
Herliðið neytti svo spart skotvopna sinna sem hægt var, en þó
') Hjer er ófögur og heldur klúr íþrótt framin. Á snúru dregna yfir siki
lifandi álar festir. Undir hana bátum hart róið, þar sem þeir standa
í stafni, sem á ferðinni eiga að þrífa álinn og láta upp úr rifna.
Skemmtunin þykir við það aukin, er þeir menn detta um leið út-
byrðis í síkið.