Skírnir - 01.01.1887, Blaðsíða 93
SVISSLAND.
95
stöðum, og hafa siðan kappsamlega á þeim varúðarbúnaði
haldið.
það er liklegt, að kostnaðurinn til herbúnaðar og land-
varna hafi valdið, er útgjöld sambandsins fara eptir áætlun
íjármálaiáðherrans (á þinginu í Bern) 74 mill. franka fram yfir
tekjurnar. Til jafnaðar fór hann fram á skatt á vínanda
(alkóhol), og sagði aðrar álögur ekki i mál takandi.
Pyzkaland.
Efniságrip: Horfið til stórgrannanna. — pjóðverjar í nýlendum sín-
uin. — Hvað Prússar hafa fyrir stafni í hinum pólsku löndum ríkisins.
— Maílögin í slitrum. — Smágreinir um þingmál og fjárhag. — 25 ára
minningarhátíð Vilhjálms konungs. — Sýning í Berlin og fundur. —
Tekjur og útgjöld í Berlín. — Frá Elsass og Lothringen. — Frá Baden
(júbilhátíð háskóla). —Frá Bayern (afdrif Loðvíks konungs). — Mannalát.
Vjer höfum að framan — bæði í almenna kaflanum og
i Frakklandsþætti — leitazt við að gera svo grein fyrir, hvernig
á hefir horfzt árið sem leið með þjóðverjum og grönnum
þeirra fyrir austan og vestan, að vjer höfum hjer litlu eða
engu við að bæta. Vjer sýndum hvernig Bismarck vildi sigla
milli skers og báru er hafið pólitiska tók að ókyrrast eptir at-
burðina á Bolgaraiandi, og slái í logn, sem nú þykir helzt
von til (i byrjun marzmánaðar), mun kaliað, að það hafi verið
hann helzt, sem hastaði á styrjarstorminn. f>ó kveður enn
sama við í mörgum blöðum, að engu megi treysta, fyr enn allt
sje komið í kring á Bolgaralandi. það er satt, að mest er undir
því komið, að Rússar sitji á sjer svo lengi, og að þeir snúi
tsarnum á sitt mál — Giers ráðh. utanríkismálanna og fl. —,
sem vilja halda Rússlandi á friðarbraut, en búa hvorki sjer nje
Evrópu stórvandræði úr Bolgaramálinu, en hinir ekki, Gamalrússar
og alslafavinir, með forustu Katkoffs og fl. — «varakeisarans»,