Skírnir - 01.01.1887, Side 94
96
ÞÝZKALAND.
sem hann er stundnm kallaður. J>egar Bismarck rak á eptir
heraukanýmælunum, vottaðist svo opt bæði í ræðum hans og
blöðum stjórnarinnar, að samþykki þingsins mundi fremur öllu
öðru styðja að friðinum. Lögin gengu fram á hinu nýja ríkis-
þingi — því til kosninga var hinu fyrra slitið —, en nú er þó
sagt svo fyrir hugað, að hinum nýju hersveitum skuli skipt á
varðstöðvarnar við landamærin eystra, og á hinar við Rin og
í Elsass. Bismarck vill engum of vel trúa. Hjer má annars
minnast á orð Windhorst greifa1), sem hann veik að Bismarck
i einni ræðu sinni á þinginu: «Fleiri kynnu þó að taka
djarflega til afskiptanna utanríkis, ef þeir hefðu 1 */* millíón
bissustingja að baki sjer». En nú kann vera, að þeir hitti á satt,
sem segja, að Bismarck hefði orðið harðari í horn að taka,
ef hann hefði ekki vitað, að grannarnir höfðu þegar aukið svo
stingjatöluna, að drjúgum fór fram úr því, sem saman varð
talið á þrýzkalandi og í Austurriki. Vjer höfum í Frakklands-
þætti drepið á, að sú tala var höfð á her þess og þýzkalands,
sem sýndi að þetta land var orðið eptirbátur. Nú sögðu samt
ófriðarspárnar, að þó allir hjeldu kyrru fyrir, hlytu Frakkar og
þjóðverjar að leiða saman hesta sína. A þessu var eins klifað
eptir að hinn nýi sendiherra Frakka, Jules Herbette, sem áður er
getið, var kominn til Berlinar, og þó kom flestum blöðum
saman um, að erindi hans væri öllu öðru fremur að eyða tor-
tryggni jþjóðverja, og sannfæra þá um friðarhug stjórnarinnar
og meiri hluta eða alls þorra |>jóðarinnar á Frakklandi. þegar
Herbette fann keisarann að máli (23. október), fórust þeim
öll orð sem alúðlegast. Herbette sagði meðal annara ummæla,
að Frakkland og þýzkaland ættu svo mikið til sameiginlegra
hagsmuna saman að sælda, að samkomulag og vinátta ætti að
ráða öllum viðskiptum þeirra. það væri erindi sitt af hálfu
hinnar frönsku stjórnar að stilla málunum í þá átt af öllu
megni. f>að væri líka friðurinn, atvinnustarfi í friði og staðgæði
hvorstveggja, sem franska þjóðin hefði mest af öllu áhugann á,
og við þetta hefði stjórn hennar fest hug sinn i fullri alvöru —
*) Frá Hannover; höfuðforusta hinna kaþólsku og «raiðflokksins«.