Skírnir - 01.01.1887, Blaðsíða 98
100
ÞÝZKALAND.
menn geti kastað þeim, trampað á þeim, og þau saki ekki, og
það heyrist til þeirra eins eptir og áður. — I öllum blöðum
Pólverja var harður dómur lagður á athafnir og ráð Prússa-
stjórnar, en örugglega látið og sagt, að henni skyldi að öðru
verða, enn hún ætlaðist til.
Hefir Bismarck ekki þó farið til Canossa? Tvennt um
sagt, en nú er deilunum við páfann, hjörð hans og hirða kallað
lokið, en maílögin — hið bitra lagavopn stjórnarinnar,
ryðgað og eggbrotið. Bismarck sagði nú, að þau hefðu verið
«bardagalög», en nú þyrfti ekki framar á þeim að halda, og
keisarinn vildi líka friðinn, en annað ekki, með kirkjunni og
ríkinu. því sagðist Bismarck hafa beint snúið sjer til páfans,
svo góðgjarn sem hann hefði reynzt þýzkalandi i öllum mái-
um. Já, það væri annar maður enn sumir á þingum þjóðverja,
og um leið nefndi hann flokkana, og gleymdi ekki miðflokk-
inum (hinum kaþólska flokki, eða fylgiliðum Windhorsts). Páf-
inn hafði blíðlcast við samþykki til svo margs af Bismarcks hálfu,
samþykki til endurskipunar biskupastólanna i hinum pólsku
löndum og annarstaðar, við lotningarfullt þakkabrjef frá hon-
um í byrjun ársins og fl. En nú eru lika margir steinar úr götu
teknir. Vjer nefnum það helzta sem úr lögum er tekið:
«menntapróf» kaþólskra prestsefna, en nú er að eins til skilið,
að þeir skuli hafa lokið námi við þýzkan latínuskóla, og stund-
að guðfræði í þrjú ár við þýzkan háskóla; enn fremur «kirkju-
dóminn» í Berlín, sem átti að dæma i misklíðamálum með
klerkum og embættismönnum stjórnarinnar, og tilhlutun stjórn-
arinnar til annara kærumála prestum og öðrum á hendur af
yfirhirðum, enn þeirra sem varða embættamissu eða launa-
skerði. Enn fremur öðlast biskuparnir heimild til, að stofn-
setja kennsluskóla handa prestsefnum, en þeir skulu standa
undir tilsjá ríkisstjórnarinnar. Sem von var, vildi stjórnin ekki
gefa upp kröfu sína, að biskuparnir skyldu tilkynna borga-
stjórum og hjeraða, hverjum prestsembættin skyldu veitt, að
kosningarnar mætti ógilda, ef maðurinn væri óhæfur fyrir sekta
eða lagabrota sakir. A það fjellzt páfinn. Sumir segja svo
um þau málalok, að Bismarck hafi fyrir þá sök orðið páfanum