Skírnir - 01.01.1887, Blaðsíða 99
ÞÝZKALAND.
101
svo eptirlátur, að hann hafi sjeð, hvers liðs hann gæti af hon-
um notið í ríkismálum, sem reynd hefir þegar á orðið, og
næsti «Skírni» verður að greina.
Af öðrum þingmálum er það eitt að segja, að «sósíalista-
lögin» voru lengd fram um 2 ár, sem fyr var á minnzt, en ný-
mælum um einokun brennivinsgerðar og sölu rikinu til handa
var hrundið. — Rísistekjur Prússaveldis voru (i janúar) reikn-
aðar til 1,288,674,442 r. m. Útgjöldin til 1,265,993,851 r. m.;
þar til aukaútgjöld 36,834,571 r. m.
jþann 3. dag janúarmánaðar (i fyrra) var stórkostleg hátíð
haldin, í Berlín og víðar, i minningu þess, að Vilhjálmur keis-
ari þann dag var kominn til rikis fyrir 25 árum, Öldungurinn
— svo guðhræddur sem hann er — fór um það allt klökkv-
andi þakkarorðum í ræðum og boðunum, sem forsjónin hefði
unnt sjer um dagana að fremja og framlcvæma jbýzkalandi og
hinni þýzku þjóð til gagns, blessunar og frama. — Sögurnar
gleymdu ekki að minnast á, að þeir Bismarck og Moltke fengu
koss af honum, þegar þeir og stórmennið gekk á fund hans
og óskuðu honum heilla.
23. mai byrjaði í Berlin einskonar alþjóðasýning listaverka
sem var kölluð «júbilsýning» og var haldin í hundrað ára
minning samskonar sýningar á dögum Friðriks mikla. Hjer
voru listaverk frá flestum löndum Evrópu á því árabili, þau
sem til pentlistar, myndasmíðis og húsagerðar heyra. Meðal
annara stórmerkja listanna vorn hjer eptirmyndir af því sem
upp hefir verið grafið í Pergamum (i Mysiu), og á uppdráttum
sýnd musteri, leikhús, íbúðarhús og lystigarðar þeirrar forn-
borgar. — 18. september lcomu hjer á fund náttúrufræðingar
þjóðverja og var þar til sýnis ótal mart, er þeirra fræðum
hiýðir, en ræðuhöld i ymsum greinum af Virchow, forseta
fundarins, rafsegulfræðingnum Werther Siemens og fleirum vís-
indaskörungum.
Umliðið ár voru borgaraútgjöldin i Berlín 57,792,406
rikismarka eða ámynt við rikistelcjur Danmerkur. Af þeim
goldnar nær því 20 milliónir til hins þurfandi hluta borgar-