Skírnir - 01.01.1887, Page 100
102
ÞÝZKALAND.
lýðsins — til spítala, fátækra manna og ómaga, alþýðuskóla,
hælishúsa og uppeldisstofnana fyrir munaðarleysingja.
Ástandinu í Elsass og Lothringen vill ekki þoka fram í þá
stefnu, sem þjóðverjar hafa ætlazt til frá öndverðu. Fólkið
vill ekki gleyma þegnlegri sambúð sinni við Frakka, og þjóð-
verjar eða umboðsmenn þeirra mæta sömu mótspyrnu (eða
meiri) og til þessa. Votturinn var sá enn ljósastur, að til al-
ríkisþingsins voru þeir einir siðast kosnir (i febr. þ. á.), sem
eru stæltir mótmælendur sambandsins við þýzkaland. Haft i
ráði, að láta landsbúa á harðara kenna, en bágt að vita fyrir
hvað slíkt kemur.
Baden. Hjeðan er að geta um 500 ára júbilminning
háskólans í Heidelberg. Hún var haldinn í byrjun ágústmán-
aðar og stóð frá þriðja til sjöunda dags. Að aldri er sá há-
skóli næstur eptir þá í Prag og Vín, innan endimerkja hins
eldra þýzka keisaradæmis. þessa hátíðarfagnaðar vitjuðu
sendimenn frá öllum háskólum Evrópu auk tiginna manna, t. d.
keisaraefnis þjóðverja. Frá Kaupmannahafnar háskóla komu þeir
J. L. Ussing og Julius Thomsen. Forstjóri hátíðarhaldsins var
stórhertoginn sjálfur (Friedrich), en hann er líka rektor há-
skólans. Hann bað gesti sina velkomna í snjallri ræðu, og
sneri fyrst máli sínu að keisarasyni, og skorti þar ekki lof og
þakkir föður hans til handa, en því öllu af hinum svarað með
sköruglegri mælsku. Fyrir hönd útlendra háskóla flutti sam-
fagnaðarkveðjur og heillaóskir erindreki Parísarháskólans, Jules
Zeller (próf. í söguvísindum), og þótti honum ágætlega mæl-
ast. Hann minntist þess í ræðu sinni, hvernig háskólarnir i
Evrópu væru getnir af Parísarháskólanum.
Bayern. Flestum lesendum «Skírnis» munu nýnæmis-
tíðindin þegar kunnug frá þessu landi. Konunga sækir vit-
firring sem aðra menn, en hitt sjaldgæft að þeir stytti sjer
aldur. Að því kom fyrir Loðviki öðrum 13. júní. það þykir
nú til víss vitað, að þessi konungur hafi aldri með öllum
mjalla verið, en uppeldið hafði líka aukið hjer á, gert hann
einrænulegan og jafnvel mannfælinn, er honum var mjög stíjað
frá öðru fólki, það var einskonar klausturuppeldi, með tóna-