Skírnir - 01.01.1887, Side 103
ÞÝZKALAND.
105
furðu og öðrum borgum álfu vorrar. Dýrindismunir hans og
söfn listaverka sögð margra millióna virði.
Austurríki og Ungverjaland.
Efniságrip: Horfið í Bolgaramálinu. — Ungverjar styggjast. —
Ágreiningur um tollmál. — fingstríð í Prag. — Fjárhagur Austurríkis.
— 200 ára minningarhátíð í Búda-Pest. — Bófar höndlaðir. — Mannalát.
Um þá stöðu, sem önnur eins mál og Bolgaramálið hlaut
— og hlýtur — að búa þessum sambandsríkjum, þarf ekki
meira að segja, enn að framan er komið. þeim má þykja
gott heilum vagni heim að aka, ef hjá frekari vandræðum
verður komizt, og þau orð rætast, sem voru í haust höfð eptir
Bismarck (í «,Temps», stjórnarblaði Frakka); «Rússland sendir
ekki atfaraher til Bolgaralands. þ>ví er þaðan heitið, og það
ótilkvatt. Kæmi þar samt, að Rússar yrðu að taka landið her-
taki, þarf Austurriki um ekkert að ugga». — En svo á hann
að hafa bætt við: «En það veit Austurríki, að ef það ræðst
með vopnum á Rússland til að tálma ráðum þess, þá situr
þýzkaland hjá leik». fiau orð urðu mörgum að ráðgátu, en
hitt á undan hefir ræzt til þessa. Hið seinna hafa sumir sldlið
svo, að jþýzkaland skyldi ábyrgjast, að Rússar kæmust ekki
lengra, enn góðu gegndi, aðrir svo, að nógur afli — bandalið
■— yrði fyrir til að visa þeim aptur, þó -þjóðverjar hlutuðust
ekki til viðskiptanna. Hjer skal sjerílagi fram tekið, að það
voru Ungverjar, sem voru áhugamestir um Bolgaramálið, og
ljetu stöðugt á þinginu stjórn sína hafa hitann í haldinu. Hjer
var hvað eptir annað skila krafizt af henni, og þá talað eða
spurt um traustleik sambandsins við jþýzkaland. Hjer sat
Tisza fyrir svörum — stjórnarforsetinn — og niðurstaðan varð
Ávallt, að sambandið stæði bæði óhaggað og væri hið áreiðan-
legasta. Að fara með her inn á Bolgaraland, sagði hann,
vseri engum öðrum heimilt enn Tyrkjum. A ríkisdeilda þing-