Skírnir - 01.01.1887, Page 104
106
AUSTURRÍKI OG UNGVERJALAND.
inu síðar (6. nóvember) fórust Jósefi keisara svo orð, að Bolg-
aramálið yrði út að kljá fyrir tilhlutun og samþykki allra stór-
veldanna samt, og á Bolgaralandi yrði svo öllu að skipa, að
löglega færi og um leið eptir óskum landsbúa, og í samhljóðan
við eldri sáttmála, en ekkert í andstæði við þarfir og hags-
muni Evrópu.
Siðan öllu var svo í hóf stillt með Ungverjalandi og
Austurriki, sem gert var 1867, þegar sú alríkisskipun — tvi-
deildaskipunin — komst á, sem nú stendur, hefir allt gengið
eindrægnislega með báðum deildum. I sumar leið lá þó við,
að ný snurða hlypi á með þeim, eða að bræðurnir fyrir austan
Leitha styggðust svo til muna, að sundur drægi. þetta atvik-
aðist á þá leið: 22. maí lagði einn af herflokkaforingjum
keisarans i Búda (Ofen), Janskí að nafni, laurviðarsveig á
leiðisvarða Henzis hershöfðingja, sem fjell þann dag 1849, er
hann varði borgina fyrir aðsókn hinna ungversku landvarnar-
sveita («honveds»). Um kveldið bauð hann foringjum herflokks-
ins í minningarveizlu. þetta var nóg til að vekja harmaminn-
ingar Ungverja um þá tima og mörg ár síðan, og þetta varð
borgarlýðnum að þeirri styggð og hneyxli, sem hafði mikil
róstulæti í för með sjer í marga daga samfleytt, en meiðingar
manna og bana við atgöngu liðsins. Af uppátæki hershöfð-
ingjans reis mikill hávaðastormur bæði i blöðum Ungverja og
á þinginu, og Tisza sjálfur hikaði sjer ekki við að kalla hjer
farið utan að siðunum og líkja þvi við ósvifni. Albrecht «erki-
hertogi» hefir á höndum aðalumsjón keisarahersins og var um
þær mundir staddur í Servajevó (i Bosníu) á vitjunarferð sinni
til herdeilda og kastala. I veizlu, sem hann hjelt i þeim bæ
hershöfðingjum og foringjum, drakk hann minni hins 15. her-
flokks, en talaði hjer að eins um her keisarans eða keisara-
dæmisins, og ljet sem Ungverjaríki og konungsher þess ætti
hjer engu að skipta. þetta jós aptur olíu á bál, eins og Danir
segja, og blöðin tóku nú að minnast afreksverka hertogans
fyrrum á Ungverjalandi, er hann Ijet skjóta á fólkið í Búda-
Pest (13. marz 1848), að það lá í hrönnum eptir, eða hvernig
hann 10 árum siðar, þegar hann var landstjóri i Ungarn, hjelt