Skírnir - 01.01.1887, Side 106
108
AUSTUJRRÍKI OG UNGVERJALAND.
verjum. 1880 var lögboðið, að dómendur við aila dóma í
Böhmen skyldu færir í báðum málum, þýzlcu og czeknesku. A
landsþinginu í Prag vildu þjóðverjar gera þá breyting á, að
yíirdóminum í Prag skyldi skipt í tvær deildir, þýzka og czekn-
eska. þegar að því var ekki gengið, gekk minni hlutinn
(þjóðverjar) út úr þingsalnum.
Eptir fjárhagsáætlun Dunajevslds, fjármálaráðherra vestur-
deildarinnar skyldu ríkistekjurnar þ. á. nema öOö'/a miilíón gyll-
ina, en útgjöldin 522 milliónum. Munurinn svo til skuldahallans
þetta ár I6V2 millión, en hefir tíðum verið drjúgari.
þann 16. ágúst byrjuðu stórkostleg hátíðarhöld í Búda-
Pest í 200 ára minning þess, að borgin var hrifin úr höndum
Tyrkja, og þeir þaðan reknir, eptir að hún hafði verið á valdi
þeirra í 145 ár. Pljer kom keisarinn og fjöldi stórmennis, en
Tisza hjelt aðalhátíðardaginn hátíðarræðuna, og minntist þakk-
látlega á þá miklu aðstoð og fulltingi, sem Ungverjar hefðu i
þá tíma að notið frá þýzkalandi og öðrum löndum. I pró-
sessíum og öðru voru hjer yms tiðindi sýnd eða leikin frá
þeim tímum. Boð höfðu farið frá Búda-Pest til ymsra borgar-
stjóra í þýzkum borgum — þeirra landa er málalið var frá í
her Leópolds keisara lta, eða Karls hertoga frá Lothringen,
sem stýrði sókninni —, en sumir báðu afsaka sig, og ljetu á
sjer finna, að þeim hefði ekki likað allsvel við aðferð Ungverja
í málinu, sem á undan er um getið. það má annars um þá
segja, að þeir eru i því þjóðverjum ekki ólikir, er þeir vilja
ógjarna gera sjer þá jafnsnjalla, sem undir þá eru gefnir, og
þjóðverjar hafa opt vandað um aðferð þeirra við þjóðbræðurna
á Sjöborgalandi.
«Skirnir» hefir stundum átt frá Vín ljótar frjettir að færa
(t. d. i árg. 1884 og 1885), en þeim það bæði skylt og likt,
sem uppgötvað varð i haust um samband og ráð óstjórnar-
manna og verstu bófa. það voru iðnaðarmenn af ymsu tagi,
sem höfðu allskonar verstu samvinnu með sjer ráðna, peninga-
fölsun, stuldi, rán og tundursprengingjar. Meðan þeir unnu
að tundurgerðinni komst löggæzlan að njósnum um, hvað þeir
höfðu fyrir stafni, og Ijet þeim svo vel áfram haldið, að nöfn