Skírnir - 01.01.1887, Side 107
AUSTURRÍKI 06 UNGVERJALAND.
109
þeirra flestra, bústaðir, fundastaðir og fyrirætlanir voru henni
kunnar orðnar daginn áður enn brennu- og sprenginga-ráðun-
um skyldi fram komið. Hjer var tvennt í taki haft, að svala
sjer á byltingaathöfnum og neyta skelfingarviðburðanna og upp-
námsins til fjerána. I fyrstu atförum voru 17 eða 18 höndl-
aðir, en fleiri síðar.
Mannalát. Laugardagsnótt 31. júli andaðist Franz
Liszt, að næstum allra manna dómi líkast til hinn mesti tón-
listarmeistari, sem sögur hafa af gerzt. Tólf vetra gamall gisti
hann Beethoven, tónaslcáldið fræga og Ijek svo fyrir honum nótna-
iaust (á «klaver») hans andríkustu og örðugustu tónaljóð, að
hann rak meir enn í furðu, faðmaði hann að sjer og sagði:
«þú hefir skilið mig, kenndu nú öðrum, það sem þú hefir
numið!» Ferðir hans til stórborga álfu vorrar voru siðar ein-
berar sigurhróssfarir, en hann dvaldi lengst í Weimar og stýrði
þar tónlistarsveit í leikhúsi hertogans. Eptir hann liggja, auk
ljóðlagasmíðanna, mörg ágætlega samin rit um tónaverk ann-
ara meistara, t. d. Wagners, og sumum þeirra eignað, að
mönnum lærðist að meta ágæti þessa skörungs. Liszt er fæddur
i Raiding á Ungverjalandi 22. október 1811. Guðræknistil-
finningar voru hjá honum mjög ríkar frá öndverðu, og er hann
gaf upp stöðu sína í Weimar, hjelt hann tii Italiu (1861) og
tók til guðfræðisiðkana af mesta kappi, og 1865 tók hann
vigslu og fjekk ábótanafn. Sagt, að hann eptir það hafi unað
lifi sínu betur enn nokkurn tima fyr, svo rikulega sem lof og
virðingar höfðu komið á hans hluta. — Vjer getum hjer um
lát Beusts greifa (Fr. Ferdinand v. Beust), úr því hann var
síðast í þjónustu Austurrikiskeisara, og náði þar mestum virð-
ingum. Hann dó 24. október 78 ára að aldri (f. i Dresden
13. janúar 1809). Sökum nauðsynlegrar styttingar skal þess
að éins getið, að hann — eptir erindarelcstur af hendi Friðr.
Agústs Saxakonungs á ymsum stöðum — tók við forstöðu ráða-
öeytis hans eptir óeirðirnar á þýzkalandi 1849 og hjelt þeim
tii 1866. Hann var höfuðforusta fyrir mótstöðunni gegn
^rússaveldi eða framsókn þess til yfirráða á jþýzkalandi, og
á-tti mestan þátt að því sambandi þýzkra ríkja, sem stóð við