Skírnir - 01.01.1887, Side 108
110
AUSTURRÍKI OG UNGVERJALAND.
hönd Austurriki 1866. Hann var frá öndverðu svarinn mót-
stöðumaður Bismarcks. Austurrikiskeisari kvaddi hann til Vinar
eptir ófarirnar 1866, og gerði hann að kansellera sínum. I
þessu embætti sýndi hann þann dug og skörungskap, að keis-
aradæmið náði nýrri viðreisn, og það skipulag komst á —
tviaeildaskipunin og samkomulagið við Ungverja — sem enn
nýtur þar við. Hann hafði i hyggju, að launa Bismarck
«lambið gráa», þegar ófriðurinn byrjaði við Frakka, en þegar
allt fór á aðra leið enn hann og aðrir gerðu ráð fyrir, sneri
hann þokkasvip að Prússaveldi, og rjeð síðan jafnvel til banda-
lags með Austurríki og {>ýzkalandi. En um leið sagði hann
af sjer embætti sinu. Hann fór síðan í nokkur ár með er-
indarekstur af Austurrikis og Ungverjalands hálfu i Lundúnum
og Paris. 1883 dró hann sig með öllu i hlje frá stjórnmála-
störfunum. Hann hefir samið minnisrit æfi sinnar, sem verið
er að prenta, og allir ætla fróðlegt að lesa.
Rússland
Efniságrip: Friðarmörk og ófriðar á pólitík Rússa. — Afrek og
athafnir í Asfu ; sendisveit frá Búkharajarli og orð hans við sendiboða
keisarans. — Sendimenn út gerðir til Abessiníukonungs. — Bændur
Rússa. — Krónprinsinn fullveðja. — Níhílistar; dómar, m. fl. — Skips-
brenna. — Mannalát,
{>að sem enn verður að greina um, hvað Rússum er kennt
um á Bolgaralandi, kemur í frjettagreinina af viðburðunum
sem þar hafa gerzt. Eptir samfundi þeirra v. Giers og Bis-
marcks vildu stjórnarblöðin drepa því öllu á dreif, sem komið
hafði i önnur blöð, að Rússland ætti eða ætlaði sjer að bjóða
öllum byrginn í Bolgaramálinu. Nei, nú var friðarblæju veifað
í allar áttir, en við Tyrkjann svo bliðlega látið, sem hann ætti
þar mest traust og hollasta vináttu, sem Rússland væri. Allir
þóttust vita, að Rússar ljeki hjer tveim skjöldum, sem þeir kunna