Skírnir - 01.01.1887, Blaðsíða 110
112
RÚSSLAND.
talað um, hvað þjóðin ætti hjer til fyrirmyndar og eptirdæmis
í hetjuskap og afreksverkum «fyrir föðurlandið og veldisstólinn».
Stjórnarblöðin gerðu vart annað enn að flytja þau orð keisarans
sem hann hafði mælt hátíðardaginn og það sem i ávarpinu
stóð, en í önnur blöð komu stórorðar og hólmiklar hugleið-
ingar um her Rússa og afreksverk hans og foringjanna mestu.
1 blaðinu «Novoje Vremja» minnzt á, að her Rússa hefði yfir-
bugað lið Friðriks mikla og ógrynnisher Napóleons fyrsta, og
Rússar hefðu átt þá tvo herforingja, Pjetur mikla og Súvaroff,
að i veraldarsögunni fyndust ekki fleiri enn 10 á þeirra reki.
Tilgangurinn var að benda á, hvað her Rússa mætti nú ætla
sjer, en siðan áfrýjunarorðum hreytt að erindrekum þeirra á
mörgum stöðum fyrir litla eptirgangsmuni og kjarkleysi. Aþekk
grein hafði komið mánuði áður í blað Katkoffs («Moskófutið-
indi»), eptir hernaðarleikana á Póllandi. þar var hreint og
beint sagt, að á Bolgaralandi mætti ekki annað fram fara og
engar aðrar lyktir verða, enn þær sem Rússar vildu. þetta
yrðu erindrekar þeirra i öðrum löndum að hafa sjer hugfast.
Herdeildir Rússa hefðu nýlega sýnt, hvað þeim mætti nú ætla,
timi undanlátsseminnar væri nú á enda, og nú yrðu erindreka-
sveitirnar að snúa við blaðinu, Nokkru áður hafði Katkoff
hlotið mikla orðusæmd «fyrir þjóðrækilega frammistöðu í áríð-
andi málum Rússlands».
Af því sem á undan er sagt, má sjá, að Rússar finna til
máttar síns og megins, enda er herkostur þeirra nú sagður
meiri enn nokkurs annars ríkis í heimi. Afrek hans aukast
lika ár af ári, og fyrir utan það sem þeir höfðu af landauka
upp úr striðinu síðasta, færist valdasviðið út jafnt og þjett í
Asíu. Um framsókn þeirra getið í almenna kafla þessa ár-
gangs og i tveimur næstu árgöngum á undan (sjá t. d. 1885
126.—127. bls,), en það er þeim hjer bót í máli — eptir því
sem sagt er —, að þeir beita þar linkind og umburðarlyndi,
já’ svo, sem væru þeir allt aðrir enn í heimarikinu. Vjer höf-
um (í Englandsþætti) þegar getið þess, hvað þeir þorðu að bjóða
Englendingum og öðrum, er þeir gerðu Batum að sjókastala,
hve feimnislaust þeir krefja rjettar skjólstæðings — þ. e. undir-