Skírnir - 01.01.1887, Page 113
RÚSSLAND.
115
sem margir ætluðu. í febrúar höfðu uppgötvunarmenn lög-
gæzlunnar í Pjetursborg hendur á konu og manni hennar í
húsi ljósmyndara — þar sem hún fægði ljósmyndir — en var
ötulasti og slungnasti erindreki í byltingaliði níhílista i Kiev
og Varsjöfu. Svo var nú að orði kveðið, og af því mátti
leiða, að þeir væru ekki «gjöreyddir» sjálfir. Nokkru síðar
komu þeir í höpt níhílistagarpi, Ivanoff að nafni, sem lengi
hafði verið leitað, og þótti sá skaðvænisgripur, að 100,000
rúflna var heitið fyrir handtöku hans. Um leið visað á götur
til sumra hans bandaliða. I haust var dæmt í máli sumra
manna, sem verið höfðu í vitorði með Degajeif, moiðingja
Súdeikins, foringja uppgötvunarliðsins; sbr. «Skirni» 1884 120.
bls. En Degajeíf er ekki enn kominn í leitirnar. Atgjörða-
laus mun hann vart vera, ef það er satt, sem grunað er, að
hann sje nú á Rússlandi. Síðasta tilraun níhilista, að ráða
keisaranum bana, verðum vjer að ætla næsta «Skirni» af að
segja, en líklegt, að hún leiði til meiri uppgötvana.
1 Varsjöfu á Póllandi var dómi lokið á «sósíalistamál»,
sem það var kallað, en hjer voru ákærðir eitthvað um 200
manna, og margir þeirra sekir gerðir um illræði eða samtök
við bófa og byltingamenn á ymsum stöðum — einnig utan-
lands. Af þeim 5 dæmdir af lífi, en fjöldi til æfilangrar
betrunarvinnu.
Mannslát. í byrjun febrúarmánaðar (uml. ár) dó Ivan
Aksakoff í Moskófu, sem stundum hefir verið minnzt á i
undanfarandi árgöngum «Skírnis» meðal forustumanna Slafa-
vina. Hann varð 63 ára að aldri. Hann var af lendra manna
ættum, stundaði lögfræði og varð embættismaður, en lagði
jafnframt stund á landafræði og þjóða (eða þjóðkynjafræði),
og ferðaðist viða um Asíu í erindum landfræðisfjelagsins í Pjeturs-
borg. Hann var — sem fleiri Rússar á vorum dögum, og eins og
skáldið, bróðir hans Konstantín, sem dó 1861 — mesti þjóðræknis-
maður, mat Slafa öllum Evrópuþjóðum framar og betur lcost-
um búna, og kenndi, að þeim væri það hlutverk ætlað fyrir
þjóðmenninguna, sem hinum væri of vaxið, Fyrir alslafa-
sambandi beittist hann fyrst í blaði, sem «Denj» (dagurinn)
8*