Skírnir - 01.01.1887, Qupperneq 114
116
RÚSSLAND.
hjet, en varð fyrir banni, sökum of frekra ummæla, 1865.
1880 byrjaði hann með nýtt blað í Moskófu, og hjelt þar áfram
alslafakenningunum.
Rúmenía, Serbía og Montenegró.
J>að er likt á komið með öllum þessum nýgjörfingsríkjum,
er þau eru nokkuð milli steins og sleggju, þar sem sjálfsfor-
ræðið skiptir máli, og þess vilja þau þó öll njóta og það efla.
það eru sjerilagi bæði hin fyrst nefndu, sem fara að vita á
sig veðrið, þegar órótt verður innan landamæra hins tyrkneska
ríkis hjer megin Stólpasunds, því þau vita, til hverra megin-
ráða Rússland vill seilast á Balkansskaga, þegar eitthvað ber
undan völdum soldáns. þegar svo ber undir, láta Rússar
frændsamlega við Serba, vinalega við Rúmena og minna þá á
þjóðbræður hvorra um sig, sem búa í þeim löndum, sem Aust-
urríki hefir yfir að ráða. Eða með öðrum orðum: þeir mæla
mjúklega við þjóðernisvini i báðum þeim ríkjum. þeim er svo
gefið í skyn, með hverra fulltingi þeir geti heimt það sem
þeir sakna (Serbar Bosníu og Herzegóvinu, Rúmenar Transsilv-
aníu). það er því hægt að skilja, að það eru þjóðernismenn,
sem hjá hvorumtveggja hneigjast að vináttusambandinu við
Rússa. Foringi þess flokks hjá Serbum er Ristic, sem frá
öndverðu hefir kennt og kennir enn, að allur þrifnaður þjóðar
sinnar sje undir því kominn, Af þessu er hægt að sjá, hver
vandi það er fyrir höfðingja þessara landa að láta það fara
saman: að vera vinsæll af alþýðu og gerast fráhverfur
Rússum, þess vegna hafa sum blöð sagt, að þeir Milan
Serbakonungur og Karl Rúmenakonungur mættu gjalda var-
huga við afdrifum Alexanders fursta á Bolgaralandi. Báðir
halda þó enn þeim stjórnarforsetum — Garaschanin og Brat-
iano — sem eru Rússum eða erindrekum Slavavina ekki vin-
veittir, en hafa meiri hluta þinganna sjer sinnandi. Hinsvegar
þarf ekki fram að taka, að hvorutveggju, Serbar og Rúmenar,
fá ráð og áminningar úr öðrum áttum, sem biðja þá að hafa