Skírnir - 01.01.1887, Blaðsíða 115
RÚSSLAND.
117
grandvarlegar gætur á sjálfsforræði sinu og varast sem mest
ginningar Rússa og málsinna þeirra heima hjá sjer og annar-
staðar. Eptir því mátti taka, að hvorugum konunganna fór
að lítast á blikuna, þegar Alexander fursti var færður á burt
frá Bolgaralandi, og báðir sendu honum fagnaðarkveðjur, þegar
hann vendi heim aptur, og þeir ætluðu, að honum mundi
takast að festast apt.ur i völdunum. það mun óhætt að segja,
að bæði konungarnir, og þeir sem ráða mestu, lcjósa helzt þær
lyktir á málum Bolgaralands, að völd Rússlands mínki þar heldur
enn vaxi. — Nokkuð öðru máli skiptir um Montenegró,
því hjer eru allir Rússum sinnandi, enda hefir þetta litla ríki
verið frá öndverðu eptirlætisbarn Rússakeisara. Rússar vita lika, að
Svartfellingar biða bendingar frá þeim, hvenær sem til stórræða
vill draga þar syðra, og stundum hafa aðkomnir menn frá
Montenegró æst til óróa móti landstjórninni á Bolgaralandi, eða
fundizt í leigðum sveitum uppreisnar og landráða. Stundum er
svo á vikið i blöðum, að Svartfellingajarli kynni að vera fyrir-
hugað drjúgum meira riki, enn það sem hann hefir nú, og
bent á, hvernig það rættist á Sardiníu, að «mjór er mikils
visir». Austurriki hefir góðar gætur á Svartfellingum, og þar
má uppá heimfæra orðin: «milli steins og sleggju», er það
ríki — eða rjettara: Ungverjar — er á aðra hönd, á hina Rússland.
Tíðindi frá Bolgaraiandi.1)
Efniságrip: Opinber sundurþykkja Bolgarafurstans og Rússakeisara.
— Vjelræði Rússa og Alslafa frá öndverðu raóti furstanura. — Samsæris-
ráð og ymsar undirbúningsvjelar; þeim loks fram komið, og furstinn keyrður
af landi. — Frá Sofíu; apturkoma furstans og afsala ríkis. — Landstjórnin
öýja og sendiboði Rússa.
') J.Ó þetta land, eins og Eystri Rúmelía, teljist með löndum soldáns
sða Tyrkjaveldis, lízt oss bezt fallið, að hafa þessar frjettir «sjer um mál«,
sem gert var i fyrra.