Skírnir - 01.01.1887, Blaðsíða 119
TÍÐINDI FRÁ BOLGARALANDI.
121
hsnnar nutu í Serbíu og annarstaðar. f>etta vottaðist bezt
eptir atburðina í Eystri Rúmelíu í september 1885, er allir
skipuðust undir merki furstans, áður enn þeir vissu hvert vopn-
unum skyldi snúið. Jafnvel hinir tyrknesku menn eða þeir
menn sem Múhameðstrúar voru i þvi landi sögðu þá skýlaust
við hann: «Oss er fullkunnugt hver drengur þjer hafið reynzt
trúbræðrum vorum á Bolgaralandi, og vjer höfum nú sjeð,
hverja aðferð þjer viljið hafa við oss1), en þjer skuluð reiða
yður á, að svo lengi sem þjer eruð í Eystri Rúmelíu, skal
enginn Múhameðstrúarmaður taka til vopna á móti yður».
Rússar höfðu reyndar búið það undir sjálfir sem fram fór í
Filippópel, en komu nú öllum syndum á furstann, og eggjuðu
fast soldán að senda her til atfara inn í Rúmelíu og Bolgara-
land, þ. e. að skilja: taka völdin af þessum ofjarli. Tyrkjar
sáu enn við leka, þóttust hafa í mörg horn að líta, er í allar
áttir þurfti lið á verði að senda, óróans vegna, í Macedóníu
og viðar, en vissu lika að þeir mundu svo Rússa einna erindi
reka, en sitt ekki. Nú var þess freistað, sem i þriðja sinn
skyldi duga. Ef oss minnir rjett, var það um þetta leyti —
nokkru áður enn Serbar sögðu Bolgörum stríð á hendur —,
að tveir rússneskir hershöfðingjar, Soboleíf og Kaulbars, komu
á náttarþeli til hallar furstans og höfðu umboð hermála-
ráðherrans til að ganga á fund hans2). J>ess kröfðust
þeir, en foringi varðanna kvað nei við, og rak þá aptur, er
þeir vildu brjótast inn í höllina. I þeirri svipan fundu her-
mennirnir vagn með hestum fyrir skammt frá höllinni, sem átti
að hafa til að aka með furstann á burt; því erindið var að lcoma
honum úr landi. I vagninum fundust ávarpsbrjef til fólksins,
þar sem stóð, «að Bolgarar hefðu, dauðleiðir á slóðastjórn
') Menn höfðu áður ráðið furstanum til, að láta taka öll vopn af tyrlcn-
eskum mönnum í Eystri Rúmelíu, en hann sendi þau boð þangað
þegar, að slikt mætti með engu móti gera.
2) Hermalaráðherrann var Kantakuzenos fursti, hershöfðingi i her
Rússa. Vera má, að þessi saga — sem annars lítið orð var af gert
— hafi orðið fyr enn hjer er sagt, en bæði varð furstinn rússneski
að fara frá stjórn hermálanna, og hershöfðingjarnir að fara á burt
úr Bolgaralandi. Kaulbars kemur seinna við söguna.