Skírnir - 01.01.1887, Blaðsíða 122
124
TÍÐINDJ FRÁ BOLGARALANDI.
Strúmadeild kölluð — i bæ, sem Kustöndil heitir. Bendereff
ljet þá sveit — «Alexanderssveitina» — fara á herleikastöð
all-langt á burt frá höfuðborginni, því hann vissi, að hún
mundi standa, sem örugglegast fyrir, ef á furstann yrði leitað.
I stað hennar bað hann Stojanoff koma með sína sveit til
Sofiu, Á leiðinni ljet hann taka vopnin frá Alexanderssveit-
inni meðan allir voru í svefni, og var það bragð í herleik
kallað, og annað vissu hermenn hans ekki. þegar þeir komu
til Sofíu, brjáluðust þeir enn meir, því nú var þeim sagt, að
hjer væri uppreisn á ferðum, og nú yrði að ná furstanum úr
fjandahöndum. þeim var nú skipað á verði borgarinnar, hinir
fyrri reknir á burt eða handteknir, en atgangan að höll furst-
ans var sjerílagi öðrum ætluð, foringjaefnum Grúeffs, því svo
hafði hann talað um fyrir lærisveinum sínum. Dyraverðir og
aðrir með mútum tældir. þetta gerðist nóttina milli 20. og
21. ágúst. Um allt opið og öndvert gengu nú oddvitar sam-
særisins inn í höllina og að þeirc, sem þar lágu i svefni. Op
og braml byrjaði þegar inn var komið til að láta þá vakna
við sem mestan felmt. þjónn furstans, Dimitri að nafni, vakn-
aði fyrstur allra og hljóp inn til hans með marghleyping, sem
hann rjetti að honum og bað hann flýja i skyndi, því þar væru
morðingjar komnir. Furstinn stökk á fætur, og leitaði fá-
klæddur dyra, sem vissu út til aldingarðsins. I hurðinni gler-
gluggar, og í gegnum þá sá hann urmul vopnaðra hermanna.
þegar hann ætlaði að lúka upp til útgöngu, var honum þegar
visað aptur og bissustingjunum á hann miðað. Alstaðar braml,
skot og óhljóð að heyra, og að honum kallað: «dolu, dolu!
(norður og niður!)». Hann sneri þá aptur til herbergis síns
og fór i búning sinn, en þaðan út i forsalinn til þeirra sem
komnir voru. Æpt að honum, að hann skyldi segja af sjer,
og Dimitrieff ljet einn af skólapiltunum skrifa afsalsorðin á
blað, svo sem hann mælti fyrir, en blaðið var siðan rjett að
furstanum til undirskriptar. Á meðan á þessu stóð hjelt Grúeff
marghleypingi sinum að andliti furstans, en þorði ekki að lita
framan í hann, og svaraði engu, er hann sagði: «Og þú ert
hjer í fylgd?» Furstinn las ekki það sem á blaðinu stóð, en