Skírnir - 01.01.1887, Side 123
TÍÐINDI FRÁ BOLGARALANDI.
125
skrifaði þessi orð undir: «Guð verndi Bolgaraland! Alexander».
Stundu fyrir miðjan morgun var allt til burtferðar búið. Kveðja
Dimitrieffs var sú, að hann leit glottandi inn í vagninn þar
sem furstinn sat Með hann og bróðurinn, prinsinn Frans
Jósef, ekið norður að Duná, en þar gengið með þá út á lysti-
duggu furstans og siglt síðan til bæjar er Reni heitir í Bess-
arabíu, landeign Rússa. Á ferðinni heldur óþyrmilega með
furstann farið, og yfirvöld Rússa tóku við honum eins og
hverjum öðrum bandingja. Eptir fyrirlagi stjórnarinnar í
Pjetursborg, skyldi senda hann vestur til átthaga sinna, en sagt
líka hverja leið skyldi farið. Hann ók nú á járnbrautinni til
Lembergs i Galizíu').
Zankoff tók að sjer hið pólitiska hlutverk uppreistarinnar,
tók við forstöðu bráðabyrgðastjórnar og kynnti landsbúum frá,
hvað gerzt hafði. það fór fyrst fram um morguninn (21. ág.)
í borginni, að hringt var til messu, en hjer söng Clement
biskup, einn meðal samsærismanna, «Te Deum», gerði þakkir
fyrir þá hamingju, að furstinn væri á burtti, og bað Guð blessa
tsarinn og verk föðurlandsvinanna. Borgarfólkið vissi lengi ekki
hvað um var að vera, en að hverjum manni, sem inn í kirlcj-
una gekk, var stungið rúflu, og því gekk þeim vel að smala
þangað lýðnum, sem til þess voru settir. þaðan var gengið
til hallar yfirkonsúls og erindreka Rússa, Bogdanoffs, sem tal-
aði til lýðsins frá svölunum, og hjet líkn og ásjá Rússakeisara.
Við hönd hans stóðu þeir Zankoff og biskupinn, en hann lýsti
enn blessun yfir lýðinn á torginu. — þar er nú svo skammt
frá að segja, að þeir Grúeff og Clement þrímenntu stjórnina
TOeð Zankoif, en áttu ekki langri virðing að fagna. Foringj-
Um hersveitanna i Filippópel, Varna og Viddin — Mútkúroif,
V eltscheff og fleirum, samdist um að beitast fyrir málastað
lurstans, og þeim fylgdi Papoff, foringi «Alexandersdeildar-
Jnnar», sem fyr er nefnd. Stambúloff heitir sá maður, sem þá
') Vjer höfum hjer rakið söguna að þeim lyktum — valdamissi furst-
ans — sem verða vildu; orðið langorðari, enn nim er til í þessu riti
og verðum nú að fara stutt yfir það sem fram fór til ársloka.