Skírnir - 01.01.1887, Qupperneq 125
TÍÐINDI FRÁ BOLGARALANDI.
127
ina ekki að tala — og sárbæning allra að halda tign og völd-
nm, skilaði hann þeim af sjer 7. september, Hann hjelt nú
til átthaga sinna á þýzkalandi, eða til föður sins á hallargarð-
inum Jugenheim í Hcssen-Darmstadt, og þarf þess nú ekki að
geta, að honum var nú öðruvísi fylgt úr hlaði enn fyrir skömmu.
Furstinn hafði selt þeim Mútkúroff, Stambúloíf og Kara-
veloff völdin í hendur. Hinn síðast nefndi því til kvaddur, að
hann var nú talinn með Rússavinum, eða þótti vísastur til að
gera Rússum sem mest til hæfis. Eptir þetta gekk ekki á öðru enn
ósamþykki og deilum með þrímenningsstjórninni nýju og er-
indrekum og konsúlum Rússa. Sjerlegur erindreki Rússakeis-
ara var Kaulbars, sem fyr er nefndur. Hann heimtaði, að her-
varzlan skyldi hætta, og öllum skyldi sleppt, sem fyrir land-
ráðin (21. ág.) voru í varðhald komnir. Stjórnin hafði boðað
kosningar til þjóðarþings (sobranje) í Tirnófu, og skyldi þar
nýr fursti kosinn. því bauð Kaulbars að fresta. Tveim kvöð-
um var hjer gegnt, en hinni siðustu ekki. Allur hávaði þeirra
sem til þjóðarþingsins voru kosnir, voru á stjórnarinnar máli,
og nú var þar í einu hljóði kosinn til valda Valdimar sonur
konungs vors. Konungur beiddi hann undan þeirri sæmd þeginn,
og kvað hjer ærið fyrir standa. Eptir það kaus þingið þá tvo
þjóðvildarmenn til forstöðu landstjórnarinnar, sem fyr eru
nefndir, en ljet Karaveloff úr henni ganga. Stundum bar sumt
til uppþota og óróa í borgum, og bárust böndin ávallt að rússn-
eskum þegnum eða aðkomnum mönnum, sem grunaðir voru um
að hafa tekizt óþörf erindi á hendur. þegar Rússakeisari sá,
að alræðiserindi Kaulbars bitu svo illa á Bolgara, kvaddi hann
sendiboðann heim aptur og alla konsúlana seint í nóvember,
en rússneskum þegnum var skotið undir vernd þýzkra konsúla
á Bolgaralandi, en hinna frönsku i Eystri Rúmeliu. Hjer verður
næsti «Skírnir» að taka við sögunni, svo sem hlýða þykir.