Skírnir - 01.01.1887, Side 129
TYRKJAVELDl.
131
pasja, sem dó í Mílanó (á ferð) 19. júni, rúmlega 64 ára að
aldri. Hann var sjötti sonur Buchinghams jarls, og gekk i sjó-
lið 13 ára að aldri. Hann hefir verið allan seinni hlut æf-
innar í þjónustu útlendra rikja. Hann hafði forustu í flota
suðurríkjanna í uppreisnarstríðinu, og brauzt í gegnum hafnar-
bannsverði hinna ekki sjaldnar enn 18 sinnum. Síðan hjá
Tyrkjum, 1867 gerði soldán hann að aðmíráli, en tveim árum
síðar að stóraðmíráli og yfirforingi alls flotans.
Grikkland.
Tríkúpis aptur við stjórnina; nýjar kosningar til þings; Georg konungur
í París og hans ummæli við blaðamann. — Hátíðarhöld í Aþenuborg. —
Mannslát.
Vjer teygðum þangað söguna { fyrra, er deilan við Tyrkja
var á enda, eða stórveldunum hafði tekizt það, sem Roseberry
lávarður kallaði, «að verja Grikki móti sjálfum sjer» þeirn
gramdist, sem von var, að stórveldin ljetu mun minna hrjóta
af frá Tyrkjanum, þegar til kom, enn þau höfðu lofað — eða
dregizt á urn 1880, og nú hlutu þeir að hafa allt svo búið
eptir al'an kostnaðinn til herbúnaðarins á sjó og landi. Að
hyggja af öllum stórræðum, dreifa hernum, kosta kapps um
að rjetta við aptur fjárhaginn, já ganga undir nýjar álögur —
að þessu og fleiru i þá átt hlaut Trikúpis, sem tók við for-
stöðu ráðaneytisins, nú að sveigja hug landa sinna. Og þó er
þessi maður eins þjóðlyndur og sami Hellenavinur og hann
hefir ávallt verið. Honum veitti flest erfitt á þinginu, og
Delyannis varð honum svo örðugur, sem hann mátti. Einu
sinni krafðist hann og hans liðar á þinginu, að þau brjef
ksemu þar fram, sem farið hefðu i fyrra vor milli Trikúpis og
stórveldanna. Tríkúpis kvað slíkt ekki henta með neinu móti,
og beiddi þingið að lýsa yfir trausti. þess var synjað, og þá
rjeð hann konungi til að slíta þingi (17. nóv.) til nýrra kosn-
9*