Skírnir - 01.01.1887, Síða 131
GRIKKLAND.
133
Mannslát. Nefna skal Gregor Ypsilanti, fursta,
sendiboða Grikkjakonungs í París, áður í Vín, sem dó 61 árs
að aldri seint í febrúarmánuði (umlið. árs). Hann var stór-
ríkur maður og þá engin laun fyrir erindareksturinn. Hann
var son Demetriusar Ypsilanti, sem á uppreisnarárum Grikkja
vann yms frægileg afreksverk.
Danmörk.
Efniságrip: pingsöguleysi. — Hugleiðingar um hægri menn og vinstri.
— Fundamót og pólitiskt apturhvarf. — Víggirðingamálið. — Kirkjumót
i Kmh. — Róstusaga. — Af skáldaliði. — Skipaanki. — Bryndreki. —
Uppskera og kornverð. — Minnisvarðar. — Ferðir konungmenna og heim-
sóknir. — Mannalát.
þingsögunni 1885—86 getur «Skirnir» hleypt fram af
sjer með góðri samvizku. Öllum fjárlögum neitað, og þegar
rifrildið um þingskapabreyting Estrúps var um garð gengið —
þar sem Berg gekk fram í jötunmóði, rjett áður enn hann fór
i varðhaldið —, og eptir nokkrar framlaga umræður í lands-
þinginu, var botni slegið i svo búna þingsögu 8. febrúar.
Slyppari hafa þingmenn Dana aldri heim haldið. Sum pró-
visoríin — óheimildarlögin — þegar birt, önnur síðar sem
hlýða þótti.
«Lokleysa og aptur lokleysa!» — það yrði í fám orðum
sagan að svo komnu af þingflokkadeilu Dana í mörg ár. Fæst
orð ha.fa lika minnsta ábyrgð, en við það verður að standa,
sem bent var á í fyrra i frjettaþætti Danmerkur, að báðir flokk-
arnir bera sina sök á baki, þó hægri menn sjeu að frumsök-
inni valdir; því það voru þeir, sem vildu hverfa ríkisfarinu á
hina fyrri stigu. En þeir bera hjer ekki minnstan hlut á baki, sem
hafa hrokkið af hinni fyrri stöð sinni undir merki frelsisius.
Margir þeirra bornir með «móðurflekk« einveldistímanna, en
hann varð sýnilegri þegar þeir tóku að eldast. Á yngri árum
þótti þeim virðing í að vera taldir með sonum nýrrar aldar,