Skírnir - 01.01.1887, Qupperneq 133
DANMÖRK.
135
uðu þá, þegar Berg var kominn úr varðhaldinu (24, júlí). Vinstri-
menn höfðu efnt til stórgjafar handa honum í gullpeningum og
góðum silfurgripum, sem honum voru færð silfurbrúðkaupsdag
(22. maí) þeirra konu hans. Gjöfin öll á rúmar 50,000 króna.
Aður enn hann slapp úr fangelsinu, höfðu vinstrimenn í Höfn
kvatt til fagnaðarstefnu úti í «Dýragarði», en stjórnin bannaði
þeim lóðina, og var þá heitið á Svía — eða Landskrónubúa
— til móttöku, en hjer bandaði sænska stjórnin á móti, og
var þá loks af tekið, að halda til Helsingjaeyrar. þangað siglt
skrúðsigling á 16 skipum daginn eptir lausnardag Bergs.
Fundamótið stóð á Marienlyst, lystigarði og baðavistar í norður
frá bænum. Helsingjaeyrarmenn flestir hægrimannaliðar, og
litu því ekki hýrum augum til gesta sinna. Fundarfögnuðurinn
einber pólitík, sem nærri má geta, og mælskumenninir svöluðu
sjer ósleitilega á afbrotum og syndum þeirra Estrúps. Berg
dró hjer minnst af allra, og lcom líka óþreyttur til orðavígsins,
og kvað aldri menn hafa setið við stjórn i Danmörk miður
nýtri eða dugandi. — A fundi í Kolding, kjörþingi Bergs, tók
hann eins djúpt í árinni og fyr, og kvað sjálfsagt að halda
áfram visnunarpólitíkinni og neita þeim Estrúp um hvern skild-
ing. það var útgönguvers visnunarmessunnar, og hann hefir í
hvorugt skiptið grunað, að stál væri þá þegar svo drepið úr
höfuðkempunum í hans flokki, sem síðar gaf raun á. Sem
vita mátti, hefir þessi guggnun vistrimanna — og annað kalla
hinir það ekki — gert hægrimenn hreyknari og stæltari enn
áður, og þvi mun mega trúa, að þeir hafa verið í meiri upp-
gangi árið sem leið enn hin fyrirfarandi. þeim hefir líka viljað
upp í skipið, þar sem hæsti rjettur hefir í dómi á sakamáli*)
15 okt. lýst þær kenningar rjettar um skilning á 25. grein
grundvallarlaganna, sem lagaskörungar þeirra hafa fram haldið,
og ráðherrarnir treyst eins og nýju neti. Eptir dóminum eru
fyrirmæli greinarinnar svo að skilja: þá er þinglaust, þegar
þingi er frestað; bráðabirgðalög halda gildi sínu, þó þau sje
') Manns, sem Mcærður var eptir prentlaga nýmælunum (próvisórisku)
2. nóv. 1885, sem voru birt meðan þingsetunni var frestað.