Skírnir - 01.01.1887, Page 135
DANMÖRK.
137
komi, að þeir berjast um yfirráð i Eystrasalti, og þó aðrir-
hvorir segist þá koma Dönum til liðs, þá verði þeir í rauninni
ekki annað enn úlfar í sauðaklæðum, því þeir hverfi vart
aptur af verði, og sjálfstæði Danmerkur líði undir lok. 1 þýzk-
um blöðum beinlínis svo að orði kveðið, að víggirðingamenn
Dana reiði sig á fulltingi Rússlands og fari að bendingum sem
þaðan koma.
1 lok maímánaðar var fundur haldinn í Kaupmannahöfn,
sem nefndist að vísu «Kirkeligt Mede (Kirkjumót)», en var líka
af leikmönnum sóttur. Hjer var um allskonar fjelagsgalla og
lifernisbresti talað — vantrú, lauslæti og pútnahald, drykkju-
skap, og fl. —, og þar að auki um barnakennslu i skólum og
uppeldi, um sósíalismus, og svo hvað í hverju til umbóta þætti
líkast. Nokkur ágreiningur i mörgu, en öllum kom saman um,
að á engu riði meir enn glæða kristilegt hugarfar og trúrækni.
þó allir yrðu að játa, að trúarleysi og kristnihatur sósíalista
væri mesta óhamingjugrein í fari þeirra, kom þar sú afsökun
fram, að svo mart yrði þeim að hneyxli, ekki að eins í hinni
ójafnlegu skipun þegnlegs fjelags, en mart það sem þeir hefðu
sjeð i lífi og háttum andlegu stjettarinnar sjálfrar. Flestir urðu
líka samdóma um, að jafnaðarkenningarnar lytu í eðli sínu að
sama og kristindómurinn, að fullnaði kærleikans manna á milli.
Um afnám pútnahalds kom mönnum ekki saman. 1 umræðun-
um um drykkjuskapinn var greint frá, að i bindindisfjelögum
væru i Danmörk á milli 20 og 30 þús. manna.
Af óheimildarlögum stjórnarinnar hefir fólkinu ekki verið
við önnur ver enn þau, sem skipuðu nýjar löggæzlusveitir
(«Gensdarmer») — eptir banatilræðið við Estrúp —, og kalla
mátti, að boli sæi þar ranða dulu, sem þessir nýsveinar í ein-
kunnarbúninginum ljósbláa komu mönnum fyrir sjónir. Stund-
um olli það að eins meiri róstum, er þeir ætluðu að stilla
hávaða og ólæti. Svo bar að í Brönderslev á Jótlandi á mark-
aði í haust eð var, Drukknir menn komust þar i áflog og
hávaðabendu, en þegar löggæzlumenninir (nýju) vildu taka einn
ófriðarsegginn fastan, snerist múgurinn á móti þeim, og þeir
urðu að taka til vopna sinna til að komast út úr þyrpingunni.