Skírnir - 01.01.1887, Síða 138
140
DANMÖRK.
hefir hún verið tekin til fyrirmyndar ‘). — 4. aprílm. dó einn
af stóreignamönnum Dana og stórhöfðingjum á gamla visu,
greifinn Chr. C. S. Danneskjold-Samsöe (f. 16. sept.
1800). Hann stundaði lögvisi á námsaldri, en komst skjótt í
hirðþjónustu, og hafði i henni stórvirðingar hjá þremur kon-
ungunum síðustu. Gekk úr henni 1869 og gaf sig síðan við stjórn
góza sinna og ymsra stofnana. Eptir hann dánargjöf á 100,000
króna, en leigan ætluð stúdentum og vísindaiðkendum. — 20.
júlí áttu hinir dönsku Sljesvikingar, og með þeim allir danskir
menn, að sjá á bak ágætismanni; það var Jens Peter Jung-
green (f. 1827), þingmaður þeirra á Berlinarþinginu, sem
gekk Hans Krúger næst í forvíginu fyrir dönsku þjóðerni og
þess rjettarkröfum. Hann stóð á þinginu einn uppi, en með
hetjubragði sem hver sá, sem finnur til, að hann hefir rjett að
mæla, rjettar að beiðast Hann þreyttist aldri að minna jþjóð-
verja á, hversu öfugt þeim færist sem fleirum, sem taka þvert
fyrir að veita það öðrum, sem þeim þykir sjálfsagt, að aðrir
láti við þá af hendi rakna. Litilmagninn heykist aldri, þegar
hann trúir á krapt «Guðs og sannleikans», og þó honum finn-
ist svo opt, sem hann sje á stein að klappa, er honum huggun
að vita, að dropinn holar bergið. — 10. sept. dó Adolph
Steen, kennari í stærða- og mælingafræðum við háskólann og
fjöllistaskólann. Nýtasti maður i fræði sinni og kennslu hennar
og ymsu öðru er hann tók að sjer, t. d. þingmennsku í Kaup-
mannahöfn. J>ó hann legði út í pólitíkina undir merki bænda-
vina, hvarf hann skjótt i fylking «þjóðernis- og frelsis-manna»,
og var þar með heldri köppum talinn. — 1. desember dó C. V.
Holten, prófessor í náttúrufræði, og frá 1871 forstjóri íjöllista-
skólans. Hann var lærisveinn H. Chr. Örsteds, og þau helztu
rit sem eptir hann liggja, eru: «Læren om Naturens almindelige
') Um upphafið svo sagt, að hann tók eptir stúlkubarni — 9 eða IO
vetra — á stræti með knjekrepptan fót, gangandi við hækju. Hann
tók hana tali, og fór með hana til læknis, kunningja síns Við
meini hennar tókst svo að gera, að hún varð vinnufær og þvi nær
alheil. Báðir upp frá þvi samhendir í líknarathöfnunum.