Skírnir - 01.01.1887, Qupperneq 145
NOREGUR.
147
102 (1884 á allt að 113). — 1884 var af þorski flutt út fyrir
27,792,600 kr., af síld fyrir 10,851,200 kr.
Af kanptúnum Norðmanna hefir Arendal haft mikið orð á
sjer fyrir verzlun, atvinnugróða af verksmiðjum og öðru. í
haust leið misti bærinn heldur enn ekki þá auðsældar gylling.
Hjei kom þurður i banka, sem forstjórinn, Herlofsen að nafni,
hafði haft fyrir fjeþúfu, óhöpp hans (og bróðurins) og óspilan
höfðu svo upp ausið, að vart var meira enn sjötti partur eptir.
Auk sjóða misstu fjöldi manna meginpart peninga sinna og
viðlagafjár, en sumir nær því aleigu. A þvi haft orð í sögum
frá Arendal, að margir burgeisanna fóru mun lægra eptir þenna
atburð, og að bærinn væri í stafakarlsgerfi kominn, á móti því
sem áður hefði helzt brugðið fyrir í skrautsháttum bæjarbúa.
I miðjum júní brunnu í Kragerö um 200 húsa. Bruna-
bætur reiknaðar á 630,000 kr. — I Skien varð enn meira tjón
af eldsbruna 7.—8. ágúst. Mestur hluti bæjarins lagðist í
eyði og stórhýsin mestu, kirkjan, latínuskólinn, ráðhúsið, lyfja-
búðin, pósthúsið og fl. Auk húsanna miklar timburbirgðir, en
timbursala og trjesmið er ein höfuðatvinnugrein bæjarins.
Skaðinn metinn á meir enn sex mill. króna.
Mannalát. 13. apríl dó Adam Christopher Löven-
skiold, 82 ára að aldri. Hann var son þess Lövenskiolds,
sem var jarl (statholder) i Noregi 1841—55. Hann var hinn
fyrsti, sem fór með erindarekstur af hendi beggja ríkjanna,
fyrst í sendisveitinni í Berlin, síðar sendiboði í Washington og
í Haag (fyrir erindum við bæði Hollendinga og Belga). — 6.
maí dó myndasmiðurinn J. O. Middelthun (f. 1820). Eptir
hann eru helzt — auk «engils skírnarinnar» í «Trefoldigheds-
kirJcen» í Kristjaníu myndir (höfða- og brjóstmyndir) norskra
skálda (Wergelands, Welhavens, Wessels) og fl. ágætismanna, en
allt með snilldarverkum talið.—Enn má nefna Th. J. Heftye,
konsúl og einn hinn auðugasta mann í Noregi, sem dó 5 okt.
Hann var mesti «frömðuur» verzlunar Norðmanna i öllum lönd-
um og álfura, og þar með járnbrauta, sparisjóða og allskonar
þarfra fyrirtækja. Hann var framúrskarandi rausnarhöfðingi
heim að sækja, og til gestiisni hans og rausnar á búum hans.
10*