Skírnir - 01.01.1887, Blaðsíða 146
148
NOREGUR.
eða seljum í grennd við Kristjaníu, rekur alla minni, sem
þangað hafa fundi sótt, t. d. Stúdentafundi og aðra, frá Norð-
urlöndum og öðrum þjóðum.
Sviþjóð.
Efniságrip: Af þingi. — Gul! í bönkum. — Málfræðingafundur. —
Ný rit. — Fólkstala. — Mannalát,
þegar sambandsmálið, eða jafnstæðiskröfur Norðmanna
bárust í umræður á þingi Svía umliðið ár, tóku flestir — meðal
þeirra de Geer og Björnstjerna, fyrrum ráðherrar (dómsmála
og utanrikismála) — stirðlega undir. Kváðu, að dregið hefði
heldur sundur enn saman á seinni árum, og sumir sögðu, að
horfið til Dana væri í raur.inni betra enn til bræðranna fyrir
vestan Kjöl, aðrir, að um heilt gæti ekki gróið, fyr enn kon-
ungur hefði fengið aptur þann neikvæðisrjett, sem stórþingi
Norðmanna hefði af honum tekið. De Geer tók svo djúpt í
árinni, að Sviar ættu að láta sjer liggja í ljettu rúmi, þó Norð-
menn vildu skiljast við þá með öllu, því hagfelldara eða betra
sambands mundi vart vera að bíða. þá er eptir að vita,
hvernig við uppástungu Norðmanna verður tekið, sem fyr er
um getið, en því má hjer við bæta, að stjórnin og hennar
flokkur tók hjer í annan streng. — Bæði ríkin hafa sett með
sjer sjerleg lög um samkeypi og tollgjald, þar sem toll-
frelsi er tilskilið fyrir ymsan varning, eða rýrara gjald ákveðið
enn við önnur lönd. I fyrra var farið fram á að aftaka þessi
lög, og varð úr þeirri uppástungu langvinn flokkadeila á þinginu,
en þeir sigruðu, sem fóru fram á, að lögin skyldi endurskoða
en ekki af nema. — Annars deilast Svíar nú og þingmenn
þeirra í tvo höfuðflokka, er aðrir reka á eptir nýjum tollum
eða tollverndarlögum, en hinir standa á móti sem fastast.
Themptander, stjórnarforsetinn og ráðanautar hans eru í frí-
verzlunarflokkinum. I neðri deildinni var farið fram á að