Skírnir - 01.01.1887, Qupperneq 147
SVÍÞJÓÐ.
149
leggja tveggja króna toll á 200 pund af kornvörum (ómöluð-
um), 31 /2 kr. á hið malaða, auk fl. Uppástungan náði fram
að ganga í þeirri deild en var felld i hinni. Nú kom til at-
kvæðasamtölu úr báðum deildum, og við hana fjell frumvarpið
— en með litlum mun atkvæða '). — Eptir umræður og sam-
þykktir þingsins urðu útgjöld rikisins 84,830,000 króna — eða
1,300,000 rýrari enn farið var fram á i frumvarpi stjórnarinnar.
í lok ársins 1885 voru í ríkisbanka 264'io mill. króna,
mestur hlutinn í gulli, í hlutbrjefabönkum gull á 8‘/io mill. —
Geymslufje i bönkum og sparisjóðum reiknað á 500 millíóna.
þar þó ekki talið fje sem skotið hefir verið inn í lifsábirgða-
og eptirlaunasjóði, eða fl. þessh.
Dagana 10.—13. ágúst hjeldu málfræðingar Norðurlanda
fund með sjer í Stokkhólmi. Allir vita, að mennsækja þessa og
aðra fræðimannafundi engu síður til kynningar enn vísindalegs
árangurs, en hjer var ýmislegur fróðleikur inntur af höndum, og
nefnum vjer auk fyrirlesturs, sem próf. Gustav Storm (frá
Kristjaníu) hjelt um norræn nöfn í Normandí, annan sem landi
vor dr. Finnur Jónsson flutti um norrænan skáldskap, hvernig
hann væri vaxinn frá öndverðu og til vor kominn, hvað í hann
væri varið, og hverir mestan þátt hefðu átt að því að þýða
hann og skýra. Að erindi hans bezti rómur gerður.
Nú er hið mikla rit um germanska goðafræði — «Under-
sökningar i Germanisk Mythólogi» — eptir Viktor Rydberg
komið á prent, sem nefnt var í «Skírni» 1885. jþað er mikíð
og dýrt rit2), enda mun að flestra dómi i því mikill fróðleikur
fólginn. Hjer er mikið virki saman timbrað og efnið til þess
tekið úr öllum fornsögnum og kviðum germanskra þjóða,
hvernig sem það kann árásirnar að standast. En hjer skal að
eins getið — sumpart til að vekja forvitni fróðra manna á
voru landi —, að Rydberg segir mart það fræða smiði um
fornaldir og fornar ættir Germana ófullkomið og fullt af mið-
') Málið tekið upp aptur af tollavinum á þingi þessa árs og olli nú
þingslitum, en lyktir þess verður næsti «Sldrnir” að segja.
2) 755 Ns> Kostar 10 kr.