Skírnir - 01.01.1887, Síða 150
152
AMERÍKA.
verið svo við snúizt. — Um fiskimál við Kanadabúa er ekki
enn allt í kring komið, en likast til, að allt snúizt hjer á
miðlunarveg.
í fyrra sumar samþykkti öldungadeildin í Washington þau
nýmæli, að Cleveland forseti skyldi bjóða öllum Vesturálfu-
rikjum til ríkjafundar í Washington í október þ. á. Hjer með
talin eyjarrikin Ha'iti og St. Domingo. Til fundarhaldsins
veitt 100,000 dollara. það eru ekki smámunir, sem hjer er
haft fyrir stafni. Áformið er: að koma öllum Vesturheimsríkjum
i einingarlög að því snertir tolla, gufuskipaferðir, mæla, vogir
og gildi gull- og silfurpeninga, Enn fremur skal sáttadómur
settur, sem á að skera úr og ráða til miðlunar öllum mis-
klíðum sem meðal ríkjanna kunna að risa. ToIIsambandið miðar
auðsjáanlega til þess að takmarka aðflutningana frá Evrópu
(Englandi, Frakklandi og þýzkalandi), en efla alla framleiðslu
þar vestra, og gera Vesturálfu sem sjálfstæðasta gagnvart
«heiminum gamla» (Evrópu).
2. nóvember fóru nýjar kosningar fram til þinganna, bæði
til ríkjaþinganna og alríkisþingsins í Washington. Samveldis-
menn urðu i þetta skipti hlutskarpari, og á alrikisþinginu komst
yfirburðatala sjerveldismanna niður í 15 úr 43 j fulltrúadeildinni.
í hinni mun nokkuð standast á endum. Höfuðflokkana deilir
nú á um annað enn áður, og sjerveldismenn hugsa hvorki
lengur um nein bandaslit rikjanna, nje þrælkun svertingja.
þessir menn hafa nú áhugann mest á frjálsari verzlun, eða
niðurhleypingu tolla, og hreinsun umboðsstjórnarinnar, eða
óknyttaminni og vandaðri embættarekstri. Hjer hefir Cleveland
líka tekið rækilega í taumana. I tollgjaldsmálinu ræður hann
til að fara gætilega, en var í skýrsluræðunni til þingsins (i
byrjun desember) meðmæltur þvi að taka af toll á óunninni
vöru eða efnivarningi (d. raastoffer). Eptir skýrslu fjármála-
ráðherrans var fjárhagurinn í fáheyrðu blómaástandi. Gert ráð
fyrir, að 90,000,000 mundu afgangs frá útgjöldunum, þegar
fjárhagsárið væri út runnið. Cleveland skoraði á þingið, að
ógilda lögin um silfurkaupið (frá Montana og Nevada; sjá
«Skirni» 1886), og sagði, að 80 millíónir silfurdollara lægju i