Skírnir - 01.01.1887, Page 151
AMERÍKA.
153
sjóði rikisins, sem það gæti ekki komið út. Enn fremur farið
fram á að láta gerðardóma skera úr deilum verkmanna og
vinnuveitenda.
Vjer nefndum í fyrra, og í almenna kafla þessa árgangs,
það nýja fjelag verkmanna þar vestra, sem nefnist «Knights of
Labour (riddarar vinnunnar)». I það eru nú gengnir á aðra
millíón manna. Sannmæli þeirra er: «Einstaks skaði er mein
allra!», og i samkunduhúsunum sjest þetta orðtak: «Leggið
stund á skipun, fortölur, uppeldib. 1 reglugjörð þeirra eða
lögum er tekið fram, að það sje ekki auðurinn, sem geri menn
sæla, en iðni og andlegur þroski, vaxandi þekking og sið-
ferðislegar framfarir. Fjelagið vill hjálpa verkmönnunum til að
verða ávaxtanna af vinnu sinni hæfilega aðnjótandi. Annars er
hjer mart, sem finnst í aðalgreinum i lögum sósialista. Eptir
kringumstæðum má verkaföllum beita, en þeim úrræðum vill
fjelagsstjórnin ráða, að verkmenn spilli sem minnst máli sjálfra
sin. Róstum og ofbeldi vill hún aptra. Hún vill þá i raun og
veru halda lagaleiðina, og eitt höfuðmið riddaranna er að koma
fulltrúum sinum að löggjöfinni. I haust komu þeir 8 mönnum
af sinu liði á þingið í Washington. Forseti fjelagsins er írskur
að ætt, og heitir Powderly.
I stuttu máli skal nú segja af þeim róstuviðburðum, sem
til dró í Bandaríkjunum út úr verkaföllum. þ>au byrjuðu i
hinum vestlægu ríkjum meðal járnbrautarþjóna og verkmanna á
sumum verkastöðum fram með járnbrautunum. |>etta var gert
með samþykki Powderlys, en hitt var móti vilja hans og ridd-
aranna er víða laust í ófriðarviðskipti með verkfallamönnum
og yfirvöldunum, eða löggæzlumönnum, sem reyndu að halda
áfram ferðum og fiutningum. Atvígi og blóðsúthellingar urðu á
surrum stöðum, og við það ýfðist verkmannalýðurinn enn meir,
en aðkomnir byltingapostular og óstjórnarvinir frá Evrópu —
einkum þýzkalandi — bljesu sem ákafast að þeim kolum bæði
á fundum og í æsingablöðum sínum. Sumir rjeðust og til
forustu. þegar lýðflokkum var til illvirkja stýrt, en að þeim
kvað mest í Chicago og Milwaukee. Á fundunum eggjað til
að bæla og brenna, ræna og myrða. Einn þýzkur blaðamaður