Skírnir - 01.01.1887, Page 155
AMERÍKA.
157
ríkismálunum. Hjónin tóku sjer vikufrí eptir brúðkaupið og
voru í Deer Park í Maryland.
Mannalát. 1 byrjun febrúarmán. dó W. S. Hancock,
hershöfðingi, sem fjekk bezta orðstir af forustu og framgöngu
sinni í uppreistarstríðinu. Fram á var farið að velja hann til
forsetadæmisins, þegar Grant var kosinn í fyrra skiptið. Hann
varð 62 ára gamall. — I miðjum febrúar dó Horatio Sey-
mour (f. 10. maí 1810), einn hinn mesti lagaskörungur og
þingmálamaður Bandaríkjanna. Hann hefir tvisvar verið land-
stjóri i Newyork (ríkinu), og var af sjerveldismönnum haldið
fram til kosningar á móti Grant 1868. — 18. nóv. dó Chester
Allan Arthur, forseti Bandarikjanna eptir dauða Garfields.
Hann var vel menntaður og góður lagamaður, hinn prúðasti
og vandaðasti maður. Hann varð að eins 56 ára að aldri.
Uruguay. Hjer vilja ymsir umhleypingarnir verða, sem i
fleirum lýðveldum Suðurameríku, Sumt mundi lika reka menn
vorrar álfu í furðu; t. d. að sá maður, Lorenzo Lattorre að
nafni, komst hjer til æztu valda 1876, sem fyrst hafði lært
vindlagerð sjer til viðurlífis, síðan prentun, en rjeðst þar á
eptir í her, þegar ófriðurinn stóð við Paraguay. I hernum
gekk hann stig af stigi fyrir frábæra hreysti og herkænsku.
f>etta varð honum stigi til forsetastólsins, og þar tók hann al-
ræðisvald, og beitti því fólkinu til gagns og þrifnaðar, þó
mörgum yrði grimmilega goldið, sem fyrir flokkum beittust.
f>essi maður sleppti völdum 1880, og við ríkisforstöðu tók eptir
hann læknir einn, Fransesco Vidal að nafni. En sá hershöfð-
ingi rjeð þó mestu eða öllu, sem Santos hjet, og var forseti
öldungaráðsins. Hann hafði líka dugað afar vel í hernaðinum.
1882 varð Vidal að þoka fyrir honum, og hjelt hann svo völd-
um til þess í (fyrra) vor 1. marz. Eptir lögunum mátti hann
ekki endurkjósa þá þegar, en þeim Vidal hafði komið saman
um, að hinn síðar nefndi skyldi taka við kosningu, en segja
síðan af sjer eptir tiltekinn tíma. Fyr enn nokkurn varði kom
svo nokkru síðar afsalsbrjef frá forseta til skrifarans í öld-