Skírnir - 01.01.1887, Side 156
158
AMERÍKA.
ungadeildinni. Öllum var ð heldur hverft við, og menn skunduðu
til hallar forseta, en hann var allur á burtu, og til hans spurð-
ist ekki. Nú var Santos sjálfsagður til valdanna. f>egar menn
fór að gruna, hvernig allt mundi undir komið, sættu sumir
óvinir forsetans, fyrirliðar í hernum, færi til uppreistar, en for-
sprakkinn beið ósigur í fyrstu viðureign við landsliðið og var
tekinn höndum.
f>etta gerðist í lok marzmánaðar og var nú allt kyrt til
þess i ágúst. Eitt kveld var forsetinn í leikhúsi, og reið þá
kúla að honum, en ekki til meira meins enn að hann skeind-
ist á kinn. Skotmaðurinn var þegar handsamaður, en svo
óþyrmilega leikinn, að honum vannst til bana.
Afríka.
Súdan. J>að er sagt, að «mahdiinn» nýi í Khartum sje horf-
inn frá ófriðarráðum við Egipta, og hafi ekki lengur þann ýmu-
gust á kristnum mönnnum sem fyr, en hafi sleppt þeim úr
dýflissum, sem handteknir voru þegar Súdansherinn vann borg-
ina. Hann hefir spekzt við það, er hann sá, að hætt var við alla
framsókn að norðan, F.nglendingar tínast nú líka smám saman
burt frá Vady Halfa, bæ við takmörkin, sem fyrirhuguð munu
vera að sunnanverðu, og hafa þar nú að eins fáliðaðar sveitir
á verði.
Tíðinda er von frá miðlöndum Afríku, þegar Stanley, land-
kannarinn frægi, hefir sótt að vestan frá Kongó til landa ekki
langt frá miðjarðarbaug, sem Egiptar töldu með eignum sinum,
þegar Gordon var landstjóri í Súdan. En þar er einn af hin-
um fyrri landstjórum þeirra í kví kominn Hann heitir Emin
bey — þýzkur maður og læknir — og hefir átt þar að verj-
ast sífeldum árásum Súdansmanna Honum vill Stanley veita
fulltingi og koma honum á burt ásamt sveitum hans, en í þeim
munu margir vera frá Egiptalandi.