Skírnir - 01.01.1887, Qupperneq 157
AFRÍKA.
159
Uganda- Svo heitir eitt mikið Miðafrikurikið við stórvatnið
Viktoría Njýanza. Hjer rikti konungur, Mtesa að nafni, á dög-
um Livingstones og til skamms tíma, sem tók vel á móti
kristnum ferðamönnum, og amaðist ekki við kristniboða. Nú
situr sá þar að ríki sem hefir byrjað á ofsóknum við kristna
fólkið, og á í haust að hafa látið kasta á bál 33 mönnum,
sem kristna trú höfðu tekið.
Asía.
Persía. Ef það eru sannar frjettir hjeðan, sem stóðu i
sumar í frönsku blaði («Journ. des Débats»), þá er Persía það
óstandsríki sem vart á sinn líka. Oll stjórnin fer fyrir það í
handaskolum, að ráðherrar og embættismenn hirða ekki um,
hvernig neitt fer, ef þeir að eins fá laun sín heimt. Skrif-
stofum stjórnarinnar lokað daglangt annan hvern dag. Nas-
reddin konungur á að hafa mestu skapraun af þessu háttalagi,
og einu sinni bannaði hann að greiða ráðherrunum launafjeð.
Einn af þeim tók það þá til bragðs, að setjast að í húsi ná-
lægt höllinni, lcallaði það sitt og sagðist ekki þaðan víkja fyr
enn sjer væru launin borguð. Sagan gat ekki annars, enn að
það hefði hrifið, því Hð keisarans mun hið ódyggasta, sem
fundizt getur, einkum foringjarnir. þeir hirða sjálfir þriðja
partinn af málagjaldi hermannanna, eða gefa þeim orlof og
taka svo málann. Stundum láta þeir hermennina vinna sjer
inn peninga með iðnaðarstarfi, og heimta svo sinn hlut af
kaupinu. Móti þóknun sýna þeir aðkomumönnum vígi og kast-
ala, og hirða ekki um nein forboð þar að lútandi. Löggæzlu-
stjórinn í höfuðborginni, Teheran, er ítalskur, og hefir verið ljós-
myndasmiður. Hann gerir allt að handa hófi, og lætur þar að
eins hegningar koma niður, sem engar fást múturnar. — Svo
var sagan sögð, og nóg komið af svo fögru.