Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1906, Page 7

Skírnir - 01.01.1906, Page 7
'Skírnir. Kristján konungur IX. 7 ríkiserfðabálki í konungalögunum 1665, gat krúnuna borið undir kvennliði, er enginn stóð lengur uppi af karllegg Friðriks III. Þessum ríkiserfðalögum var harðlega neitað í Hertogadæmunum, þar var karlleggurinn einn talinn réttbær til ríkis, en þá mætti og leita lengra upp en til Friðriks III. Nú var í Hertogadæmunum ein grein Aldinborgar- ættar, sem taldi sig borna þar til ríkis, er konungsætt- leggurinn væri úr sögunni, og var sú grein kend við Ágústenborg, sem er höll á Alsey við sundið, sem eyna skilur frá meginlandi. Yfirmaður þeirrar ættgreinar var Kristján igúst hertogi, mágur Kristjáns konungs VIII; Karólína Amalía drotning var systir hertogans. Móðir þeirra var dönsk konungsdóttir, eða hét svo, Lovísa Ágústa, systir Friðriks VI, en reyndar vissu allir, að hún var dóttir Strúense, en ekki hins vitskerta konungs Krist- jáns VII. Námægðir þessar við konungsættina í 2 liðu höfðu mjög hafið veg Ágústenborgar-hertoga, auk þess sem þeir voru i mörgu yfirburðamenn, og frömuðir vísinda og fagurra lista. Nú hafði og Kristján VIII hent það glapræði að gera mág sinn Friðrik prins, bróður Kristjáns Ágústs, landsstjóra í Hertogadæmunum, og því varð þeim bræðr- um enn betur innan handar að magna mótþróann þar suður frá. Eins og áður er á vikið voru i konungsríkinu Dan- mörku karlerfðir og kvenna að langniðjatali frá Frið- rik III, og að því er Danir héldu fram eigi síður í Slés- vík; en í Holsetalandi og Láenborg voru eingöngu karl- erfðir, þar sem þeir landshlutar voru forn þýzk lén, að minsta kosti lék enginn vafi á því um hinn svonefnda Gottorp-hluta Holsetalands. Til þessara landshluta taldi Kristján Ágúst sig hafa ótvíræða réttarkröfu, kominn í beinan karllegg af Friðrik II, og hærra mun hann hafa hugsað, og það var að ná konungdómi í Danmörku, treysti hann þar á afl alríkismanna og að Danir vildu alt til vinna að ríkið klofnaði ekki. En þó að þetta horfði all- vænlega við, fór það alt út um þúfur, því að hann vakti

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.