Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1906, Side 33

Skírnir - 01.01.1906, Side 33
Skírnir. Ferðaþættir frá Bretlandi. 33 til 1692, en fór áður víða í víking um mörg höf og- heims- álfur; hann hertók eitt sinh hollenzkt skip, er kom frá 'Gninea með of fjár í gulli, og voru úr því gulli slegnir hinir fyrstu ensku Guinea-peningar; sú mynt er nú löngu úr gildi gengin, en í daglegu tali reikna menn enn á Englandi oft í »guineum« (21 sh.). Annað sinn tók Sir Eobert franskt skip hernámi, það kom frá Italíu og á þvi var myndasmiður franskur, er átti að gjöra standmynd af Lúðvíki konungi 14. úr hinum bezta marmara, sem hægt var að fá; var myndin með honum á skipinu, fullger að mestu í öllum konungsskrúða, en andlitið vantaði; það ætlaði myndasmiðurinn að höggva í Paris eftir konungi sjálfum. Sir Robert þröngvaði nú myndasmið til þess að íullgera myndina þannig að hann lét hann setja sitt andlit (Holmes) á konungsbúkinn og reisti svo styttuna i kirk- junni í Yarmouth sér sjálfum til heiðurs og Lúðvíki 14. til háðungar; konungsskrúðinn klæðir hinn grimmúðuga víking engu síður en Lúðvík konung, sem sjálfur jafnan vildi sýna tignarsvip sinn og stærilæti. íbúarnir í Yarmouth áttu líka Frökkum grátt að gjalda, því þeir höfðu áður tvisvar farið herskildi um borgina og brent hana. Vesturhornið á eyjunni er lang sæbrattast. Að sunnan- verðu eru þar þverhníptir krítarklettar 3—450 feta háir upp úr sjó, með smávíkum inni hér og hvar; brim er þar ■oft mikið og hefir brotið af ströndinni, svo hvítir kletta- stapar standa sumstaðar upp úr sjónum; tveir 200 feta háir fyrir utan Freshwater og er gat í gegnum annan (The Arch); þá eru »Nálarnar« út af eyjarendanum, sem fyrr var getið; þar nærri er Alum Bay, sem er nafntoguð fyrir hina marglitu sanda, sem þar eru. Hellar margir eru í fjörumáli og sumir stórir. Brim og ílóðöldur eru •oft ákaflega stórar í Frakklandssundi og hjá Freshwater hefir sjórinn brotið rammgjörvan varnargarð úr sement- steypu og tvístrað stykkjunum um alla fjöruna. Bærinn Freshwater er bygður nokkuð á víð og dreif í lægðum og dalskorum, er ganga upp af víkinni, og eru húsarað- 3

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.