Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1906, Page 40

Skírnir - 01.01.1906, Page 40
40 Ferðaþættir frá Bretlandi. Skirnir. og innlend. Meðan við dvöldum í Kyde, var sérstaklega mikið um að vera; þá lá þar fyrir framan stór flotadeild7, sem safnað hafði verið í virðingarskyni við Spánarkonung, sem þá heimsótti Edvard Englakonung. Þá gekk mikið á með skothríð, veifur og húrra-hróp, meðan hann var að' fara inn til Portsmouth, en það dró úr skemtaninni, að altaí var hellirigning, meðan á uppsiglingu konungs stóð. Járnbarðarnir lágu þar lengur, og þegar góða veðrið kom,. var hin mesta skemtun að horfa á flotann og alt það líf og fjör, er honum var samfara. Þar voru 15 stórir bryndrekar, margir með 3 og 4 strompum og fjöldi smærri skipa. Þar var meðal annars verið að hafa æflngar með kafdrekum (submarine boats)'; sást aðeins lítil brimröst þar sem þeir fóru í sævarfleti, en þegar þeir kafa, smjúga þeir sjóinn sem fiskar og ber ekkert á þeim á vfirborði.. Kafbátar þessir eru ætlaðir til þess í ófriði að laurna sprengitólum neðansævar undir herskip óvina og sprengja þau, en ekki eru þeir fullkomnir enn, og er oftast hin mesta mannhætta að vera í þeim; hvað lítið sem verður að einhverri af hinum mörgu vélum í skipum þessum, þegar þau eru í kafl, þá er það bein lífshætta fyrir skipshöfnina. Einkum er hætt við að sprengiloft myndist; það varð einmitt sama daginn, sem við vorum að horfa á þessar æflngar hjá Ryde, að slysi í Plymouth; þar sökk köfun- arbátur á einu augnabliki og 16 menn fórust. Til þess með vissu að vita hvort slíkar hættulegar lofttegundir mvndist, þá flytja menn með sér í kafbátunum mýs í búrum; menn hafa veitt því eftirtekt, að mýs verða fyrr en aðrar skepnur varar við slíkar lofttegundir og verða þá mjög órólegar. Alt er nú notað i hernaði, jafnvel skilningarvit músanna! Innsiglingin til Spithead og Ports- mouth er rannnlega víggirt. I flóamynninu hafa á grynn- ingum verið bygðir þrír kastalar upp af mai’arbotni, allháir sivalningar, sein rísa þverhníptir úr sjó; á þeim eru geigvænlegar fallbyssur og eins á köstulum á landi beggja megin. Það er því ekki árennilegt fyrir óvinaskip- að komast hér að, þar sem skjóta má kastala úr kastala

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.