Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1906, Page 49

Skírnir - 01.01.1906, Page 49
Skírnir. Ferðaþættir frá Bretlandi. 49 enda hefir hann frá mörgu að segja. Hann er giftur japanskri konu af tignum ættum; hún var mjög alúðleg i viðmóti og fríð sýnum, en mjög var hún ólík Evrópu- konum; hún er smávaxin og snyrtileg, á stærð við 12— 13 ára stúlku, einstaklega hjálmfögur, en augun stór, nokkuð skáhöll, aflöng og hálflokuð, en svipurinn þó allur greindarlegur og barnslega góðlegur. Eg hafði áður séð marga Japana bæði á Englandi og Þýzkalandi og eru þeir allir mjög viðmótsþýðir, smávaxnir og einstaklega kurteisir, en japanska konu hafði eg aldrei séð, enda munu fáar þeirra koma til Evrópu. John Milne hefir japanskan aðstoðarmann, og tók hann ljósmynd af okkur öllum. Þar hittum við einnig ungan lækni frá Hjaltlandi, hann spurði margs frá Islandi og sagði mér ýmislegt um Hjalt- land; þar hefir margt haldist af norrænum siðum og máli, og eru lifnaðarhættir manna alllikir því sem er á íslandi. Eg sagði honum frá ýmsum verklegum framförum, sem orðið hafa á íslandi á seinni árum, stjórnarfari og þjóðlífi, og taldi hann okkur Islendinga mikið lengra komna í mörgum greinum en Hjaltlendinga. 4

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.