Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1906, Page 54

Skírnir - 01.01.1906, Page 54
54 Úr trúarsögu Forn-íslendinga. Skírnir. Á þann hátt, sem vikið var á, getum vér nú séð, hvernig kristnar trúarhugmyndir eru veikar framan af, en fá meira og meira vald yfir hugum manna, unz þær á hinni blóðugu Sturlunga-öld eru orðnar svo magnaðar, að menn kjósa einatt heldur að láta lif — þegar í tvísýnu er komið — heldur en að brjóta á móti þeim. Ennþá seinna hertekur kirkjutrúin alveg hugina, og hið »skyn- samlega vit« fyrri manna hverfur að mestu hjá niðjum þeirra. Eftir trú heiðingjanna er það, eins og áður er á vik- ið, mjög skiljanlegt, að þeir biðjist ekki hofgoðafundar þó að þeir gjörist banvænir eður eigi að lífiátast. Og fyrst eftir að kristni er lögtekin á Islandi virðist ekki hafa orðið mikil breyting á því, hvernig menn verða við dauða sínum að þessu leyti. Þess er ekki getið, að menn skrift- ist á undan bardögum eða hrópi á prest er þeir falla óvígir. Þó eru þess dæmi, að óttinn við helvíti kemur fram þegar á söguöldinni. Andlátsvísa Ilallfreðar vandræðaskálds er mjög fróð- leg í þessu efni og eftirtektarvei’ð: Ek munda nú andask, ungr vask harðr í tungu, senn, ef sálu minni, sorglaust, vissak borgit; veitk at vætki of sýtik, valdi guð hvar aldri (dauðr verðr hverr) nema hræðumk helvíti, skal slíta8). Þetta er andlátssálmur kristins manns. En aðalatriði trúarjátningar hans er óttinn við helvíti, þessi alveg nýi ótti, sem víkingarnir höfðu ekkert af að segja. Hallfreður getur ekki dáið kvíðalaus, af því að hann er ekki viss um að verða sáluhólpinn, eins og síðar var að orði kom- ist. Eins og Þórir jökull síðar, huggar Hallfreður sig við

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.