Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1906, Side 61

Skírnir - 01.01.1906, Side 61
Skírnir. Úr trúarsögu Forn-íslendinga. 61 lyfstrúin iiefir margan sjóðinn fylt á tímum, sem oss eru nær. Enn dýrlingarnir fengust nú líka við fleira en lækn- ingar; þeirra hjálpar var leitað í hvers konar vandræð- um og þrautum17); þeir hjálpuðu til að finna fingurgull sem týndust, studdu mann til að draga upp úr hest sem ofan í hafði farið og reyndust vel í hvers konar mótlæti. Að minsta kosti getur ekki um að þeir hafi reynst illa, enda áttu slíkar sögur ekkert erindi í jarteinabæk- urnar. Eða er verið að auglýsa það í blöðunum, þegar kynjalyfin bregðast? Heilagur Þorlákur og hinn helgi Jón voru báðir, eins og kunnugt er, hinir mestu gagnsmenn kristninni (og skaðlegir forníslenzkri menningu) meðan þeir lifðu. En að öllum likindum hafa þeir unnið kristninni hér á landi enn þá miklu meira gagn eftir dauða sinn, er þeir fyrir kraft kvenna- og klerkadrauma — eða vitrana, sem víst má telja sérstaka tegund drauma — voru orðnir »ráðvaldar með guði« eða dýrlingar íslenzku kirkjunnar. Að líkindum er það mikið dýrlingunum að þakka og »Guðmunde preste« hvað lítið ber á vantrú úr því kemur fram yfir 1200. Vantrúin er nú að vísu ekki svo lítil, sé miðað við það sem seinna varð. Þannig lézt Þorsteinn Þorlaugarson ekki vita, hvort bein þau, sem Guðmundur prestur var að venja fólkið við að kyssa á, væri helgra manna bein eða hrossabein og stefndi Guðmundur honum þá »um guðlöstun« og fekk sjálfdæmi18); 100 árum seinna hefði Þorsteinn líklega verið brendur fyrir. Enn bann- færði Guðmundur, eftir að hann var orðinn biskup, Kol- bein Tumason, en »Kolbeinn ok öll alþýðan metr þat enkis«19). Bannfæringarnar bitu betur á jafnvel forhert- ustu sálir þegar lengra leið á 13. öldina. En hvað er þetta, sem nú var talið, hjá þeirri van- trú, sem hafði komið fram áður á tímum og þó meir en 100 árum eftir kristnitökuna. Eg á við atvik eitt, sem segir frá i Þorgils sögu og Hafliða og mun slík vantrú, sem þar er lýst, naumast hafa verið eins dæmi. Það er

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.